Forsíða


Skammist ykkar

Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila verður styrktur. NEI, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir. ... lesa meiraYndisleg kvöldstund

News-image for Yndisleg kvöldstund

Við erum svo heppin að í Mörkinni býr skemmtilegt fólk með gott hjarta. Fólk sem er ávallt tilbúið að taka þátt og leggja sitt af mörkum við að skapa skemmtilega stemningu. Litla samfélagið okkar í Mörkinni samanstendur af fyrirmyndarfólki sem nýtur þess að vera í samskiptum hvert við annað í fallegu umhverfi. ​Stefanía og Þór, sem eru íbúar í vesturhúsum í Mörkinni, voru í fögnuði þar sem Tríó Steingerðar var að spila. Algjörlega heilluð af flutningnum gerði Stefanía gerði sér lítið fyrir og spurði Steingerði hvort Tríóið væri ekki tilbúið til að koma og spila fyrir íbúana í Mörkinni. Lánið var með okkur því Steingerður, Axel og Jón Hörður voru öll tilbúin til þess og komu til okkar í gærkvöldi. Þetta var algjörlega dásamlegt kvöld í alla staði, undirfagrir jazztónar og söngur fylltu salinn við frábærar viðtökur. Við erum himinsæl með Tríó Steingerðar og hlökkum til að fá þau aftur í heimsókn til okkar í vetur. Með þakklæti og sól í hjarta, Alda... lesa meira