Forsíða


Kæru vinir

Frá og með miðnætti, mánudaginn 23. mars, verða viðburðir þar sem fólk kemur saman takmarkaðir við 20 manns. Ásamt þessu verður líkamræktarstöðvum, sundlaugum, hár- og snyrtistofum lokað. Við í Mörkinni förum að sjálfsögðu eftir tilmælum almannavarna.... lesa meira


Við getum þetta saman

Undanfarnar vikur hafa verið skrýtnar. Samkomubann, það fyrsta í rúmlega öld, hrun í ferðaþjónustu, lokun landamæra víðs vegar um heiminn svo fátt eitt sé nefnt. Við á Grundarheimilunum höfum verið að undirbúa okkur við að fá smit inn á heimilin þrjú. Bæði varðandi heimilismenn og starfsmenn. Við höfum skipt upp vöktum í eldhúsum og þvottahúsi meðal annars, en slík skipting er erfiðari í almennri umönnun. Mikil skipulagsvinna hefur farið fram og undirbúningur eins langt og hann nær í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu.... lesa meira

Hafa samband