Fyrir kaupendur

Fyrir kaupendur

Söluverði og leigu verður stillt í hóf enda markmið stjórnenda Grundar Markarinnar ehf. að gera flestum kleyft að ráða við það fjárhagslega að flytja í íbúðirnar við Suðurlandsbrautina. 
Til að gefa fólki verðhugmynd má nefna að kaupendur áttatíu fermetra íbúðar við Suðurlandsbraut borga 30% kaupverðs sem er í kringum 9,5 milljónir króna.  Þar að auki er greitt mánaðarlegt afnotagjald sem nemur rúmlega 142.000 krónum. Kaupendur greiða mánaðarlega gjald í hússjóð sem nemur um 17.000 krónum. Hússjóður stendur straum af rekstri og viðhaldi húseignarinnar á hverjum tíma. Bílastæði eru leigð út sérstaklega.
Grund Mörkin ehf. er einkahlutafélag í eigu dvalar-, og hjúkrunarheimilisins Grundar. Nánari upplýsingar um tilurð og starfsemi Grundar má sjá á heimasíðu Grundar undir Saga Grundar.