Fyrir kaupendur

Fyrir kaupendur

Söluverði og leigu verður stillt í hóf enda markmið stjórnenda Grundar Markarinnar ehf. að gera flestum kleyft að ráða við það fjárhagslega að flytja í íbúðirnar við Suðurlandsbrautina. 

Til að gefa fólki verðhugmynd má nefna að kaupendur áttatíu fermetra íbúðar við Suðurlandsbraut borga 30% kaupverðs sem er í tæpar 12 milljónir króna.  Þar að auki er greitt mánaðarlegt afnotagjald sem nemur um 180.000 krónum, hússjóð sem nemur um 20.000 krónum og þjónustugjald sem um 10.000 krónur. Hússjóður stendur straum af rekstri og viðhaldi húseignarinnar á hverjum tíma. Bílastæði eru leigð út sérstaklega.

Grund Mörkin ehf. er einkahlutafélag í eigu dvalar-, og hjúkrunarheimilisins Grundar. Nánari upplýsingar um tilurð og starfsemi Grundar má sjá á heimasíðu Grundar undir Saga Grundar.​