Til aðstandenda

Kæru heimilismenn, aðstandendur, starfsfólk

Við ætlum að rýmka heimsóknartilmæli frá og með 1 febrúar. Hver heimilismaður getur fengið 1-2 heimsóknargesti á dag, þarf ekki að vera sá sami alla vikuna. Heimsóknartímar eru opnir. Grímuskylda er í heimsóknum og gestir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum. Ef heimilismenn fara af heimilinu hvetjum við þá til að gæta ítrustu sóttvarna, vera með grímu og sótthreinsa hendur. Við biðjum heimsóknargesti um að koma ekki í heimsókn ef þeir: Eru í sóttkví eða smitgát Eru í einangrun vegna Covid-19 Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví eins og reglur á landamærum segja til um. Viðbragðsteymi Grundarheimilanna... lesa meira


Kæru heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk

Við ætlum að rýmka heimsóknartilmæli frá og með 1 febrúar. 1. Hver heimilismaður getur fengið einn til tvo heimsóknargesti á dag, þarf ekki að vera sá sami alla vikuna. 2. Heimsóknartími er kl.13-18 eða eftir nánara samkomulagi. 3. Grímuskylda er í heimsóknum og gestir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum. 4. Ef heimilismenn fara af heimilinu hvetjum við þá til að gæta ítrustu sóttvarna, vera með grímu og sótthreinsa hendur. 5. Við biðjum heimsóknargesti um að koma ekki í heimsókn ef þeir: • Eru í sóttkví eða smitgát • Eru í einangrun vegna Covid-19 • Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). • • Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví eins og reglur á landamærum segja til um. Viðbragðsteymi Grundarheimilanna ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Viðbragðsteymi Grundar leggur til áfram sömu takmarkanir á heimsóknum út næstu viku. ​Velkomið er að skipta um heimsóknaraðila svo framarlega að hann geti tryggt sóttvarnir. Eftirfarandi reglur eru í gildi frá 30.desember: ​Grund er eingöngu opin á milli kl. 13-17 fyrir heimsóknir. Eingöngu má koma einn aðstandandi í heimsókn á dag og þarf það að vera alltaf sá sami amk. næstu 7 daga. Við biðjum um að heimsóknargestir séu ekki börn eða ungmenni. Heimsóknargestir séu bólusettir, gæti sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum og ekki verra að þeir taki reglulega hraðpróf. Alger grímuskylda er á meðan á heimsókn stendur. Heimsókn þarf að vera inni á herbergi heimilismanns. Ekki er hægt að mæla með ferðum heimilismanna úr húsi nema brýn ástæða sé til. Veiran læðist að okkur úr öllum áttum en engin smit eru nú í hópi heimilismanna Grundar. Einhverjir starfsmenn eru frá vinnu en við gerum okkar allra besta að halda uppi þjónustustigi þrátt fyrir það. Ég vil þakka ykkur fyrir skilning og þolinmæði, það er svo mikilvægt að finna samstöðuna núna þegar við sannarlega þurfum öll á því að halda. Góða helgi... lesa meira


Kæru aðstandendur

• Alger grímuskylda er á meðan á heimsókn stendur. • Mörk er eingöngu opin á milli kl. 13-18 fyrir heimsóknir. • Eingöngu má koma 1 aðstandandi í heimsókn á dag og biðjum við um að það sé alltaf hinn sami ef mögulegt er. • Ekki er hægt að leyfa ferðir heimilismanna úr húsi nema brýn ástæða sé til. • Heimsókn þarf að vera inni á herbergi viðkomandi. Ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilisins. ... lesa meira



Kæru aðstandendur

Það er búið að aflétta sóttkví og heimilis-og starfsfólk að ná heilsu eftir Covid smit sem kom upp hér á Grund og við erum þakklát fyrir það. Nú er orðið mjög jólalegt allt í kringum okkur enda aðfangadagur eftir viku og gestagangur alltaf heldur meiri fyrir og um hátíðarnar. Mig langar því enn og aftur að minna á sóttvarnir en smittölur eru háar í samfélaginu og okkur mikið í mun að fá ekki aðra covid sýkingu á Grund. Heimsóknarreglur hafa ekki breyst hjá okkur þó eiga allir gestir að bera andlitsgrímu á meðan á heimsókn stendur. Börn mega koma en þó bendum við á að börn eru oft einkennalaus og því biðjum við alla að sýna skynsemi í þessu, halda heimsóknum þeirra í lágmarki og biðjum um að börn beri einnig andlitsgrímur. Eftir sem áður geta heimilismenn farið út með ykkur en gæta verður fyllstu varúðar og við mælum ekki með að fólk fari í fjölmennar veislur um hátíðirnar. Ég set fréttabréf með í viðhengi en það var sent útí vikunni. Endilega hafið samband við mig eða starfsfólk deilda ef einhverja spurningar eru. Með von um allair njóti aðventunnar. ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Jólin nálgast óðum og þá er að ýmsu að huga hér á Grund eins og á öðrum heimilum. Undanfarið hefur ilmur af nýbökuðum smákökum borist um húsið, deildirnar eru búnar að skreyta hjá sér og jólaljósin lýsa upp skammdegið. Eins og áður sagði er að mörgu að huga á stóru heimili og eru aðstandendur beðnir að fara með heimilifólki yfir fatnað fyrir jólin, ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi, hengja hann upp á herðatré og merkja til dæmis aðfangadagur / jóladagur. Nauðsynlegt getur verið að hafa fatnað til skiptanna... lesa meira


Kæru aðstandendur

Nú hefur heimilisfólk á A2 verið útskrifað úr einangrun og því sóttkví aflétt. Deildin er nú opin fyrir heimsóknir en sem fyrr biðjum við alla að fara varlega og gæta að persónubundnum sóttvörnum. Áfram er grímuskylda. Þetta er dásamlegur dagur og ég veit að ástvinir ykkar bíða spenntir eftir að sjá ykkur😊 ... lesa meira


Kæru aðstandendur

Jólin nálgast óðum og þá er að ýmsu að huga hér í Mörk eins og á öðrum heimilum. Undanfarið hefur ilmur af nýbökuðum smákökum borist um húsið, heimilin eru búin að skreyta hjá sér og jólaljósin lýsa upp skammdegið. Eins og áður sagði er að mörgu að huga á stóru heimili og eru aðstandendur beðnir að fara með heimilifólki yfir fatnað fyrir jólin, ganga úr skugga um að hann sé hreinn og passi, hengja hann upp á herðatré og merkja til dæmis aðfangadagur / jóladagur. Nauðsynlegt getur verið að hafa fatnað til skiptanna. Fer heimilismaður úr húsi um jólin? ​Það er ekki óalgengt að heimilismaður fari heim til ástvina yfir jólin. Nauðsynlegt er fyrir starfsfólk að vita hverjir verða ekki heima og þá hvaða daga. Biðjum við ykkur að láta starfsfólk vita og þau skrá hjá sér hverjir fara og hvenær. Aðstandendur eru beðnir að aðstoða sitt fólk vegna heimferðar og vinsamlegast athugið að koma í tíma þar sem stefnt er að því að hátíðarkvöldverður byrji kl.18 á aðfangadag í Mörk og starfsfólk því upptekið við borðhald á þeim tíma. Þá biðjum við ykkur þegar heim í Mörk er komið að aðstoða ykkar fólk eins og þið treystið ykkur til og að láta starfsfólk vita að viðkomandi er komin heim. ​ Því miður getum við ekki boðið aðstandendum að borða með okkur yfir hátíðirnar þar sem sóttvarnarreglur mæla með að gestir dvelji ekki í sameiginlegum rýmum heimilisins heldur séu eingöngu inni á herbergjum ástvina sinna. Hinsvegar bendum við aðstandendum á að þeir eru ávallt velkomnir og notalegt getur verið að koma til dæmis eftir kvöldmat aðfangadagskvöld, njóta samveru með sínum ástvini og ef til vill aðstoða við að taka upp jólapakka. Hjólastólaleigubílar ​Þeir sem þurfa á þjónustu hjólastólabíla að halda er bent á að miklar annir eru á leigubílastöðvunum á milli kl.16-18 á aðfangadag og því getur borgað sig að panta bíl fyrr að deginum. Aðstandendur verða að sækja sitt fólk upp á heimili og aðstoða í leigubílana. Aðstandendum er bent á að panta hjólastólabíl í tíma. Nýr fatnaður Athugið sérstaklega að merkja allan nýjan fatnað með merkitúss með upphafsstöfum og herbergisnúmeri, þetta er nauðsynlegt þar sem búast má við að einhver tími líði þar til nýr fatnaður verður merktur af okkur. ​ ​Guðsþjónusta ​Á aðfangadag er hátíðarguðsþjónust í Mörk kl.15:00. Prestur og kirkjukór Grensáskirkju sjá um guðsþjónustuna ... lesa meira


Kæru aðstandendur Grundar

Veiran minnir á sig þessa dagana og viljum við því skerpa aðeins á reglum hjá okkur. Allir gestir eru beðnir um: 1. Að spritta sig við komu í hús 2. að bera grímu á leið inn og útúr húsi 3. að dvelja eingöngu á herbergi heimilismanns á meðan á heimsókn stendur 4. að staldra ekki við á göngum og tala við starfsfólk heldur hringja í okkur 5. að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum Við biðjum gesti að koma ekki í heimsókn ef þeir: Eru í sóttkví eða smitgát. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). Hafa dvalið erlendis undanfarna daga og eru ekki komnir með neikvæða niðurstöðu úr skimun eftir komuna til landsins. Þetta á við um bólusetta gesti, óbólusettir þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví einsog reglur á landamærum segja til um. Með kærri þökk fyrir skilningsríkt og ánægjulegt samstarf😊 Mússa ... lesa meira