Fréttir

Prjónahópur - íbúðir 60+

Það er margt um að vera hérna í Mörk. Á fimmtudögum kl. 13:30 hittast þeir íbúar sem hafa áhuga á prjónaskap eða öðrum hannyrðum í Mýrinni. Það er hellt upp á kaffi, prjónað og spjallað um allt milli himins og jarðar. Notaleg stund og eru allir íbúar sem hafa áhuga á velkomnir. ... lesa meira


Dyttað að á Grund

Það er alltaf verið að dytta að á Grund og fegra umhverfið. Hann Toddi hefur unnið lengi á Grund og hann sér um að mála innanhúss þegar á þarf að halda. Hann lætur ekki þar við sitja og málar líka úti þegar þarf. Þessa dagana eru það gluggarnir sem hann er að nostra við og gera fína fyrir veturinn.... lesa meira


Þjóðsögur í morgunstund

Alla miðvikudagsmorgna er boðið upp á samverustund í hátíðasal Grundar. Þá er boðið upp á jóga, slökun, upplestur og söng og alltaf kemur einhver gestur og fræðir eða skemmtir heimilisfólki. Gestur dagsins í dag var Björk Bjarnadóttir þjóðháttafræðingur sem bauð upp á sagnastund þar sem efnið voru þjóðsögur. Takk Björk fyrir að gefa þér tíma til að koma og fræða heimilisfólk.... lesa meira


Hauststarf Markarkórsins hafið

Fyrir rúmum 3 árum var stofnaður kór í Mörk sem fékk nafnið Markarkórinn. Félagar í kórnum eru heimilisfólk og starfsfólk Markar og íbúar sem búa í Íbúðum 60+ í Mörkinni, auk þess sem aðstandendum heimilisfólks er velkomið að taka virkan þátt. Það er engin krafa gerð um söngreynslu eða tónlistarþekkingu, það er allra mikilvægast að hafa ánægju af því að syngja... lesa meira


Hauststarf Grundarkórsins hafið

Grundarkórinn hóf nýlega sitt þrettánda starfsár. Kórinn er nokkuð sérstakur því í kórnum sameinast heimilisfólk og starfsfólk Grundar, auk þess sem aðstandendum heimilisfólks er velkomið að taka þátt. Svo hafa alltaf nokkrir einstaklingar utan úr bæ tekið þátt í starfinu, velunnarar kórsins.... lesa meira


Bingó í Ásbyrgi

Það var boðið upp á bingó í Ásbyrgi nú í byrjun viku. Það hefði mátt heyra saumnál detta svo mikil var einbeitingin og þögnin þegar tölurnar voru lesnar upp. Flestir létu sér nægja tvö spjöld en þeir áhugasömustu fóru létt með þrjú spjöld.... lesa meira



Fiskidagurinn litli 2023 - Íbúar 60+

Fiskidagurinn litli var haldinn hátíðlegur í gær hér í Mörk. Er þetta í sjötta sinn sem hátíðin fer fram og þökkum við forsvarsfólki Fiskidagsins mikla á Dalvík fyrir stuðninginn og áhugann. Karl Óttar Einarsson, forstjóri Grundarheimilanna, setti hátíðina. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík flutti vináttukveðju, Friðrik fimmti yfirkokkur matseðils Fiskidagsins mikla á Dalvík fór yfir matseðilinn og tónlistarmaðurinn KK söng nokkur vel valin lög. Dalvíkingar, nærsveitungar og velunnarar bjúggu til vináttubönd til að dreifa á hátíðinni í ár. Júlíus kom með slík armbönd og dreifði til íbúa til að undirstrika vináttuna við Mörkina. Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna. Hlökkum til Fiskidagsins litla á næsta ári.... lesa meira


Sumarhátíð Markar

Þvílíkur dásemdardagur í Mörk. Héldum sumarhátið í bongóblíðu. Fengum frábæra listamenn til liðs við okkur. Stúlknabandið Tónafljóð söng sígildu gömlu dægurlögin, ungviðið lék sér í hoppukastala og fékk blöðru hjá Daníel blaðrara og síðan var Ingunn með andlitsmálningu fyrir þá sem vildu. Boðið var upp á melónur, sætindi, flatkökur, gos og sumarlegar veitingar. Þökkum öllum fyrir komuna, heimilisfólkið okkar alsælt með daginn, starfsfólkið líka og frábært að fá aðstandendur í heimsókn og öll börnin. Takk fyrir frábæran dag og fyrir komuna... lesa meira


Sumarhátíðin í Ási

Í blíðskaparveðri var Sumarhátíðin í Ási haldin í gær. Heimilisfólk, aðstandendur, starfsfólk og aðrir gestir skemmtu sér konunglega, hlustuðu á fagra tóna frá litskrúðuga stúlknabandinu Tónafljóð, Ingunn bauð upp fallega andlitsmálun og “blaðrarinn” Daníel galdrað í fram flottar fígúrur úr blöðrum. Nokkrir heimilismenn nýttu tækifærið og seldu eigið handverk, t.d. sokka, vettlinga, peysur, málverk og vatnslitamyndir. Eldhúsið sá um veitingarnar sem voru glæsilegar að vanda.... lesa meira


Sumarhátíð á Grund

Það var kátt yfir mannskapnum þegar blásið var til sumarhátíðar á Grund. Afþví verið er að reisa kaffihús í suðurgarði heimilsins var hátíðin í portinu bakvið heimilið. Melónur, ís, gos, sætindi og flatkökur með hangikjöti var meðal þess sem boðið var uppá, Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og svo tróð stúlknabandið Tónafljóð upp og lék sígild gömul dægurlög sem allir gátu tekið undir með. Blaðrarinn var mættur og gladdi ungviðið og síðan var boðið upp á andlitsmálun líka. Flottur og sólríkur dagur hér á Grund og kæru aðstandendur, starfsfólk og kæru börn sem glödduð okkur í dag. Takk fyrir komuna. Það var gaman að fá ykkur í heimsókn. Heimilisfólk virtist alsælt með daginn.... lesa meira


Gestir í morgunstund Grundar

Guðmundur Ingi Halldórsson var gestur okkar í morgunstund í gær hér á Grund. Hann lék nokkur lög fyrir heimilisfólk. Að venju var síðan boðið upp á léttar jógaæfingar. Jógakennarinn Shinde kemur í sjálfboðavinnu alla miðvikudaga og býður heimilismönnum upp á teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk.... lesa meira




Smurbrauð getur verið lítið listaverk

Hún mætir hálftíu á morgnana á Kaffi Mörk og fer að undirbúa daginn. Lára Magnea Jónsdóttir er fjölhæf kona og á milli þess sem hún sést skjótast fram og til baka á kaffihúsinu vinnur hún við sitthvað annað. Oftast er það menningararfurinn sem á hug hennar og þá helst íslenskur útsaumur og gömul íslensk mynstur. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir fékk sér cappucino með Láru og forvitnaðist um þessa orkumiklu konu sem tekur á móti gestum kaffihússins í Mörk.... lesa meira




Þekkir þú áhugasaman hársnyrti?

Það skiptir heimiliskonur máli að hafa hársnyrtistofu hér á Grund, geta farið í klippingu, lagningu og blástur eða permanent ef svo ber undir en auðvitað þurfa herrarnir okkar líka að fara í klippingu. Hársnyrtirinn okkar er hættur störfum svo nú leitum við logandi ljósi að færum og áhugasömum hársnyrti. ... lesa meira






Fólkið okkar kann að njóta

Það var "hamingjustund" fyrir lengra komna í Bæjarási í dag. Þar gæddi fólk sér á girnilegum veitingum bæði í fljótandi og föstu formi 🥂 Boðið var upp á dekur í formi andlitsmaska, andlitsnudd og handanudd 🤗… það er óhætt að segja að fólkið okkar kunni að njóta lífsins ❤️ ... lesa meira






Ýmislegt í boði í vinnustofunni

Það er verið að fást við ýmislegt í vinnustofunni á fyrstu hæð Markar. Stundum eru morgnarnir með rólegu yfirbragði, kveikt á kertum og boðið upp á handarvax og æfingar en öðrum stundum er verið að lesa, prjóna, teikna og lita, allt eftir því hvað hverjum og einum hugnast... lesa meira



Söngstund í Ásbúð

Tónlistarmaðurinn Bjarni Hall mætti í Ásbúð nú fyrir helgina og tók nokkur skemmtileg lög með heimilisfólki. Hann tók bæði gömul og nýleg lög og sagði svo skemmtilega frá milli laga. Frábær byrjun á helginni. Takk Bjarni fyrir komuna.... lesa meira


Markmiðið að safna milljón fyrir heimilið mitt í Mörk

„Erfiðust var einveran því ég er svo mikil félagsvera“, segir Sigfríður Birna Sigmarsdóttir félags- og sjúkraliði í Mörk sem í vor hjólaði á rafhjóli 744 kílómetra á ellefu dögum, frá Roncesvalles til Santiago de Compostela á Spáni. „Við ætluðum upphaflega þrjú saman en hin hættu við. Það runnu á mig tvær grímur en ég varð að halda áfram því ég var búin að heita á heimilisfólkið mitt í Mörk og gat ekki farið að svíkja það“, segir hún. Byrjaði sex á morgnana Sigfríður sem alltaf er kölluð Siffa fékk þriggja mánaða frí frá vinnu bæði í Mörk og á Vogi þar sem hún starfar líka og svo hélt hún af stað í ferðlag.... lesa meira


Sérstök ljósmyndasýning á Grund

Nú stendur yfir all sérstök ljósmyndasýning á fyrstu hæð Grundar. Um er að ræða ljósmyndapör. Kjartan Örn Júlíusson, sviðsstjóri öryggis og upplýsingatæknisviðs Grundar, tók nýju myndirnar en langafi hans Björn M. Arnórsson þær gömlu. Árið 2016 hélt Kjartan sýningu á myndunum og hluti ljósmyndaparanna er nú til sýnis á Grund. ... lesa meira



Bökuðu 1.200 pönnukökur með bros á vör

Starfsfólk eldhúss Grundarheimilanna, sem vinnur í Ás,i mætti í Mörk í morgun og aðstoðaði í eldhúsinu, m.a. stóð það í ströngu við bakstur. Á morgun 17. júní verður nefnilega boðið upp á rjómapönnukökur með kaffinu. Til að allir geti nú gætt sér á þessum þjóðlegu kræsingum, þurfti í morgun að baka 1.200 pönnukökur. Á þjóðhátíðardaginn verður svo boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi í hádeginu og ístertu í eftirmat.... lesa meira


Allt að gerast í suðurgarði Grundar

Nágrannar okkar í vesturbænum taka eftir því að það er mikið um að vera í miðjum suðurgarði Grundar. Heimilismenn og aðstandendur hafa heldur ekki komist hjá því að sjá og heyra í framkvæmdunum sem nú eiga sér þar stað. Í garðinum á nú að rísa 100 fermetra kaffihús með skemmtilegu útisvæði, leiktækjum, göngustígum og fallegum gróðri. Hlynur Rúnarsson sviðsstjóri fasteigna Grundarheimilanna segir að uppgreftri sé nú að verða lokið og verið að klára lagnaskurð fyrir þær lagnir sem koma til og frá húsinu. Næst á að slá upp sökklum fyrir stoðveggi í kringum svæðið sem skilur að leiksvæði, rampa og gangstétt. Í næstu viku er áformað að moka ofan í sökklana og vinna í grunnlögnum. Kjartan Örn Júlíusson og Sigurlaug Bragadóttir hafa verið með myndavél á lofti í vinnunni og myndað framkvæmdirnar.... lesa meira


Sumarblómin sett niður

það er hefð fyrir því í Ási að heimilisfólkið sæki sér sumarblóm og setji í ker eða potta nú eða við dyrnar hjá sér. Það er stemning sem fylgir gróðursetningunni, mold í stórum körum og hægt að velja úr allskonar sumarblómum sem eru ræktuð í gróðurhúsum Grundarheimilanna.... lesa meira


Út í sólina

egar það kemur loksins sól og blíða þá grípum við tækifærið í Ási og færum okkur út í góða veðrið. Starfsfólk iðjuþjálfunar lumar á ýmsu til að fást við utandyra en svo er líka bara skemmtilegt að setjast niður í sól og spjalla um lífið og tilveruna. ... lesa meira


Vortónleikar Grundar og Markar kóranna

Kórar Grundar og Markar komu saman og héldu vortónleika í hátíðasal Grundar nýverið. Það er frábært að sjá hvað heimilisfólkið nýtur þess að syngja saman í kór og lagavalið endurspeglaði sumarið sem framundan er. Starfsfólk og velunnarar skipa einnig kóra heimilanna og aðstandendur eru hjartanlega velkomnir. Eftir tónleikana var kórunum boðið í kaffisamsæti. Kristín Waage er kórstjóri Grundar og Markar kóranna.... lesa meira


Púttvöllurinn opinn

Þar kom að því. Það er búið að opna púttvöllinn okkar hér í Mörk. Í tilefni af því hittist pútthópurinn áðan og tók saman fyrsta pútt ársins. Allir íbúar eru velkomnir alla daga en venjan er að hittast á þriðjudögum kl.14:30 við garðskálann og taka saman pútt, að því loknu fer hópurinn í Kaffi Mörk og fær sér veitingar.... lesa meira


Sumarblómin komin

Sumarblómin komu til okkar í Mörkina í dag beint frá gróðurhúsunum okkar í Ási. Stúlkurnar úr ræstingunni tóku það að sér að planta þeim í beðin okkar. Alltaf jafn gaman að sjá beðin svona blómleg. Nú má sumarið koma. ... lesa meira


Velkomin á markað í dag

Við minnum á vormarkaðinn okkar sem verður opinn í dag, mánudaginn 22. maí. frá klukkan 11:00 til 15:00. Markaðurinn var opnaður fyrir helgi, síðasta föstudag og meðfylgjandi myndir voru teknar þá. Allur varningur er ókeypis en gott er að hafa með sér poka. Verið hjartanlega velkomin.... lesa meira


Eurovision stemning

Það var Eurovision stemning í Ási fyrir helgina og vakti kátínu þegar boðið var upp á tónlistar bingó með Eurovison lögum. Heimilisfólk söng og dansaði með. Bingóvinningarnir voru í anda dagsins, sætindi og gos.... lesa meira


Leikskólabörn á Grund

Um tólf leikskólabörn af elstu deild á Sælukoti ætla að kíkja reglulega í heimsókn á Grund, spila, föndra, syngja og spjalla við heimilisfólkið. Þau komu í fyrsta sinn í síðustu viku og það er óhætt að segja að það hafi tekist með eindæmum vel. Það var ýmislegt brallað í hátíðasalnum þennan morgun, farið í boccia, vatnslitað, spjallað og svo var boðið upp á hressingu.... lesa meira


Fyrsta skóflustungan tekin að nýju kaffihúsi

Í dag, þriðjudaginn 2. maí, var fyrsta skóflustungan tekin að nýjum laufskála sem rísa á í suðurgarði Grundar við Hringbraut. Um er að ræða 100 fermetra kaffihús þar sem heimilismenn og aðrir gestir geta komið og keypt sér veitingar í notalegu umhverfi. Hægt verður að opna kaffihúsið út á sólríkum dögum og njóta veðurblíðu á útikaffihúsi. Þá verður einnig útbúin leikaðstaða fyrir börn. Laufskálinn mun létta yfirbragð þessa fallega og reisulega húss sem Grund er og veita Vesturbæingum gleði en meiningin er að íbúar í hverfinu geti einnig nýtt sér þjónustu kaffihússins. Áformað er að taka kaffihúsið í notkun í kringum næstu áramót. Skóflustunguna tóku frá vinstri Guðrún B. Gísladóttir fyrrverandi forstjóri Grundar til 25 ára, Sigmundur I. Júlíusson heimilismaður og Gísli Páll Pálsson stjórnarformaður Grundar.... lesa meira




Vinir í sviðaveislu

Það er viss kjarni í Íbúðum 60+ sem kemur alltaf síðdegis í heilsulindina og fær sér hressingu um leið og spjallað er um heimsmálin og lífið og tilveruna. Sumir skreppa áður í sund, skella sér í gufu eða líkamsrækt en aðrir koma bara til að setjast niður og spjalla við vini. Þessi hópur hittist í síðustu viku og borðaði saman svið og rófustöppu. "Dásamlegur félagsskapur og ekki skemmdu þessar frábæru veitingar fyrir", segir Laila Margrét Arnþórsdóttir sem er hjartað í heilsulind Markar en hún rekur heilsulindina ásamt Daða Hreinssyni... lesa meira



Bakar 1.200 pönnukökur með kaffinu

Það er í nógu að snúast á Grundarheimilunum því auk hefðbundinna verka í eldhúsum heimilanna er verið að baka 800 pönnukökur sunnan heiða og 400 í Ási. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður síðan boðið upp á pönnukökurnar með kaffinu á Grund, Ási og í Mörk. Takið eftir að hún Rakel lætur sig ekki muna um að baka á fimm pönnum í einu.... lesa meira


Samningur um þjónustu Landspítala

Mörk hjúkrunarheimili og LSH hafa gert með sér samning um aðstoð við geðeiningar Markar. Er það geðsvið Landspítala sem veitir þjónustuna sem lýtur að markvíslegri fræðslu og ráðgjöf. Á myndinni undirrita Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna og Nanna Briem forstöðumaður geðheilbrigðisþjónustu Landspítala samninginn, sem gildir í þrjú ár.... lesa meira




Söngsveitin 12 hélt tónleika

Laugardaginn 11. mars var Söngsveitin 12 í takt með tónleika í hátíðasal Grundar. Tónleikarnir tókust vel og heimilisfólk söng með af innlifun. Þess má til gamans geta að einn úr sönghópnum, Magnús Halldórsson, er sonur Brandísar Steingrímsdóttur heimiliskonu á Grund.... lesa meira


Jóga fyrir íbúa 60+

Það var róleg og notaleg jóga stund í Kaffi Mörk í morgun. Jóga kennarinn Shinde kemur alla föstudaga kl.10 og býður íbúum íbúða 60+ upp á jóga. Í tímunum eru teygjuæfingar sem bæta líkamsgetu og auka vöðvastyrk. Einnig eru öndunaræfingar og æfingar fyrir andlegan styrk. Tímarnir henta fólki á öllum aldri og á öllum getustigum.... lesa meira




Dömukaffi á Grund

Mjög margar konur hafa verið í "saumaklúbbum" og stundum hafa hannyrðir verið uppi á borðum en oft líka talað um saumaklúbba án þess að nokkuð sé gert með höndum annað en lyfta bolla og öðrum veitingum að munni. Það er hinsvegar mikið skrafað um allt milli himins og jarðar. Og það er líka gert þegar boðið er í dömukaffi á Grund. Þá er spjallað og notið.... lesa meira


Taktu auka skrefið

Sigfríður Birna Sigmarsdóttir er starfsmaður okkar hér í Mörk. Hún ætlar að hjóla Jakobsveginn og safna í leiðinni fyrir heimilið Glaumbæ í Mörk. Sjá hér að neðan frekari upplýsingar frá henni um tilhögun ferðarinnar og söfnunina. ​ ... lesa meira


Hattaball á Grund

Það var hattaball á Grund á öskudag. Eins og venjulega þegar Grundarbandið mætir var mikið fjör í hátíðarsalnum og rúsínan í pylsuendanum var svo að hafa dásemdar söngkonuna Hjördísi Geirs með í hópnum. Frábær stund. ... lesa meira


Góðir gestir í morgunstund

Á miðvikudögum er boðið upp á morgunstund í hátíðarsal Grundar. Í gær mætti söngkonan Ásta Kristín Pétursdóttir og gladdi okkur með söng. Eftir hádegi kom leikhópur Kvennaskólans í heimsókn, Fúría og söng lög úr sýningunni Ó Ásthildur sem þau eru að setja upp í mars. Takk kærlega fyrir komuna.... lesa meira


Grundarheimilin fengu 15 spjaldtölvur að gjöf

Þór Pálsson framkvæmdastjóri hjá Rafmennt kom færandi hendi á Grund með 15 spjaldtölvur sem voru gjöf til Grundarheimilanna. Rafmennt hefur gefið nemendum sem hefja grunnnám rafiðngreina spjaldtölvu til eigna. Á seinasta ári var ákveðið að breyta um styrk til grunnnámsnema. Þessi spjöld eru afgangur frá þessu verkefni og ákvað stjórn Rafmenntar að gefa þau til góðgerðarmála. Á myndinni er Þór Pálsson fyrir miðju og Sigríður Sigurðardóttir og Kjartan Örn Júlíusson sitt hvoru megin að taka við þessari rausnarlegu gjöf. Rafmennt er þakkað af heilum hug fyrir spjaldtölvurnar og hulstrin sem fylgdu. Þær eiga eftir að koma sér mjög vel á Grundarheimilunum þremur.... lesa meira



Lífshlaupið í Mörk

Lífshlaupið er hafið. Starfsfólk iðju- og sjúkraþjálfunar í Mörk hefur farið um húsið eins og stormsveipur með léttar og skemmtilegar æfingar í vikunni, Það hafa verið frábærar viðtökur bæði hjá heimilis- og starfsfólki.... lesa meira




Reynt að draga úr áhrifum verkfallsins á Grundarheimilin

Á morgun, miðvikudaginn 15. febrúar, hefst að öllu óbreyttu verkfall hjá vörubílstjórum og bílstjórum olíudreifingar. Það mun að öllum líkindum hafa einhver áhrif á starfsemi Grundarheimilanna og því miður má gera ráð fyrir skerðingu á þjónustu og starfsemi. Við höfum tryggt eldsneyti í nokkrar vikur til að tryggja flutning á matvælum og þvotti milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Ennfremur er birgðastaða nokkuð góð hjá okkur bæði hvað varðar mat og hjúkrunarvörur og sumir birgjar eru með rafmagnsbíla. Þá höfum við aðgang að nokkrum rafmagnsbílum og strætó hefur gefið út að þeir hafi eldsneytisbirgðir í tíu til fjórtán daga. Grundarheimilin eru aðili að Samtökum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og hafa þau sótt um undanþágur fyrir starfsfólk aðildarfélaga að eldsneyti og lagt áherslu á að samgöngutæki fái að ganga. Binda samtökin vonir við að þær undanþágur verði veittar. Að sjálfsögðu munum við eftir bestu getu reyna að draga úr áhrifum verkfallsins á starfsemi Grundarheimilanna.... lesa meira


Qigong - íbúðir 60+

Boðið er upp á Qigong æfingar fyrir íbúa í íbúðum 60+ í Mörk tvisvar í viku. Æfingarnar eru í kaffihúsinu Kaffi Mörk á mánudögum og miðvikudögum kl.10. Qigong eru áraþúsunda gamlar kínverskar lífsorkuæfingar og hafa tímarnir notið mikilla vinsældar hjá okkur í Mörk. Fjórir félagar í Aflinum, félagi Qigong iðkenda, skiptast á að leiða hópinn. Æfingakerfi Aflsins er kennt við Gunnar heitinn Eyjólfsson leikara og nefnist Gunnarsæfingarnar. ... lesa meira


Kaffihús í suðurgarði Grundar

Stefnt er að því að hefja í vor framkvæmdir við laufskála/kaffihús við Grund á Hringbraut. „Vonandi tekst okkur að opna kaffihúsið öðrum hvorum megin við áramótin næstu,“ segir Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna í samtali við Morgunblaðið í gær, mánudag. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk Grundar að fá að reisa laufskála sunnan aðalbyggingar heimilisins við Hringbraut. Um er að ræða 112 fermetra hús og 520 fermetra lóðarfrágang. Kostnaðaráætlun er rúmlega 150 milljónir króna. Laufskálinn verður sjálfstæð bygging sem tengist aðalbyggingunni með yfirbyggðum gangi. Þarna verður kaffihús fyrir heimilisfólk og aðstandendur, leiksvæði fyrir börnin og hægt að opna út á verönd og sitja þar í sólinni. Í umsókn ASK-arkitekta til borgarinnar kemur fram að laufskálinn/ garðskálinn og útivistarsvæði séu hugsuð sem dvalarsvæði fyrir íbúa Grundar, þar sem þeir geti tekið á móti gestum í skjólsælu og sólríku umhverfi. Leiksvæði, gönguleiðir og dvalarsvæði uppfylli skilyrði um aðgengi fyrir alla. Þá geti viðburðir farið þarna fram, eins og tónleikar. Hönnun lóðarinnar er unnin af Landslagi ehf.... lesa meira



Notaleg samverustund

Það er gefandi að sjá hversu notalegt fólkið okkar hefur það sem mætir á samverustund á þriðju hæð Grundar. Sem fyrr engin dagskrá en fólk kemur bara og dundar sér við það sem hugur stendur til. Spjall, prjónaskapur og hvers kyns listsköpun. Sumir koma svo bara við til að hitta fólk, spjalla og eiga góða stund.... lesa meira




Bóndadagur íbúa 60+

Bóndadeginum var fagnað hér í Mörkinni síðasta föstudag en hann markar upphaf Þorra. Það var boðið í Þorraveislu að hætti hússins með tilheyrandi súrmeti í matsalnum og Kaffi Mörk. Margir mættu í lopapeysum og þjóðlegum flíkum í tilefni dagsins. ... lesa meira


Spjallað og bjástrað

Það þarf ekkert endilega skipulagða skemmtidagskrá til að brjóta upp daginn. Stundum nægir bara samvera og sumir kjósa að dunda sér á meðan við prjónaskap, mála kannski, teikna eða lesa. Svo gerir náttúrulega útslagið að fá heitan bakstur á axlirnar.... lesa meira



Samvera og spjall

Reglulega er blásið til samverustundar í setustofunni á þriðju hæð Grundar. Það er engin dagskrá, bara samvera. Sumir prjóna, aðrir lita eða mála, leysa krossgátur eða spjalla bara við sessunauta. Jón Ólafur mætir svo oft með nikkuna og tekur nokkur lög og oftar en ekki fer heimilisfólk að raula með þegar lögin eru kunnugleg. Virkilega notalegar samverustundir.... lesa meira


Heimilismenn bólusettir

Kæru aðstandendur Heilbrigðisyfirvöld mæla með Covid örvunarbólusetningu fyrir alla 60 ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma ef liðnir eru 4 mánuðir eða meira frá síðustu bólusetningu. Í janúar munum við bjóða þeim sem þar sem liðið er meira en 4 mánuðir frá síðustu bólsetningu upp á Covid örvunarbólusetningu. Við biðjum ykkur um að láta okkur vita eins fljótt og þið getið ef þið eruð alfarið á móti því að ykkar aðstandandi fái örvunarskammt. Best að láta viðkomandi deildarstjóra vita eða senda póst á sigridur@grund.is... lesa meira



Þrettándaball

Það er aldrei lognmolla þegar hún Hjördís Geirsdóttir leiðir söng og skemmtir. Hún er líka með frábæra hljómsveit með sér, fjölmarga úrvals harmonikkuleikara úr Grundarbandinu og píanistann Sigmund Indriða Júlíusson. Þetta er alvöru þrettándaball sem nú stendur yfir í hátíðasal heimilisins þar sem heimilisfólk, aðstandendur og starfsfólk skemmta sér hið besta.... lesa meira


Lúsía og þernur hennar sungu jólalögin

Fyrir löngu var til siðs hér á Grund að fá í heimsókn lúsíu og þernur hennar á aðventunni. Þær gengu um húsið og sungu sænsk og íslensk jólalög með lifandi kertaljós í hendi og lúsían sjálf með kertakrans á höfði. Í ár var ákveðið að endurvekja þennan gamla sið. Lúsía og þernur hennar mættu og gengu um húsið og sungu jólalög undir stjórn Mariu Cederborg... lesa meira


Samsöngur fyrir jólin

Rebekka efndi til samsöngs einn kaldan daginn á aðventu þar sem jólalögin voru sungin og henni til aðstoðar voru stórskemmtilegir jólaálfar. Það er svo notalegt þegar starfsfólkið bryddar upp á einhverju skemmtilegu eins og þessu. Takk Rebekka og jólaálfar.... lesa meira


Margir glöddu heimilisfólk á aðventu

Það komu ótrúlega margir gestir til okkar á Grund nú fyrir jólin, sungu jólalögin, léku á hljóðfæri, lásu og styttu fólkinu okkar stundir með ýmsum hætti. Þar á meðal var t.d. sönghópurinn Spectrum, félagar sem spila með lúðrasveitinni Svan, Grundarbandið, Skólahljómsveit Vestur,- og miðbæjar, börnin í Landakotsskóla, Laufáskórinn og ekki má gleyma Senu sem gaf öllum okkar heimilismönnum aðgang að jólagestum Björgvins. Við þökkum ykkur öllum af alhug. Þið glödduð heimilisfólkið okkar svo sannarlega. Takk kærlega.... lesa meira


Jólakveðja

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegar stundir á árinu sem er að líða. Hér eru myndir sem voru teknar á jólaballinu þann 15. desember. Skjóða kom í heimsókn og sagði jólasögu. Jólasveinabræður hennar komu líka og glöddu börnin með smá glaðning. Það var svo dansað í kringum jólatré og sungið dátt. ... lesa meira



Hvað ungur nemur

Þessir menn tóku daginn snemma með skák. Magnús Þór 8 ára, sonur Thelmu iðjuþjálfa, kíkti við og lék skák við Björn í Glaumbæ á 2. hæðinni. Þá tók Doddi íþróttafræðingur við og þá var það hraðskák, takk fyrir.... lesa meira



Tónakvöld íbúa í Kaffi Mörk

Föstudaginn 9. desember komu íbúar saman í Tónakvöldi í Kaffi Mörk. Jazzkvartett söngkonunnar Steingerðar Þorgilsdóttur kom og flutti ljúfa tóna við góðar undirtektir. Léttar veitingar og drykkir voru á boðstólnum. Viljum við þakka Steingerði og Jazzkvartett félögum hennar kærlega fyrir komuna og dásamlega kvöldstund.... lesa meira


Heilt þorp sem hreppti fyrsta sætið

Það var stemning í Ási þegar keppst var við að skreyta piparkökuhús fyrir keppnina um flottasta piparkökuhúsið. Dómnefndin var skipuð starfsmönnunum Veru Sigurðardóttur, Þresti Helgasyni og Benedikt Sigurbjörssyni. Keppnin var hörð og ekki mörg stig sem skildu að. Jólaþorp hjúkrunar hreppti fyrsta sætið, þá húsið í Ásbyrgi og í þriðja sæti varð húsið í Bæjarási. Þáttakan var frábær við gerð og kynningu húsanna.... lesa meira


Jólaball í Mörk

Jólasveinar kíktu í heimsókn í Mörk í gær og Skjóða kom með þeim. Það var dansað í kringum jólatré og Skjóða sagði skemmtilega sögu. Auðvitað mættu jólasveinarnir með poka og glöddu ungviðið með límmiðum og ávaxtanammi.... lesa meira



Jólatónleikar á Grund

Jólakórinn undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur hélt tónleika í hátíðarsal Grundar í gær, laugardaginn 3. desember. Sungin voru jólalög fyrir fullum sal og í lokin voru gestir hvattir til að syngja með Heims um ból. Hátíðleg stund og Jólakórnum er innilega þakkað fyrir frábæra tónleika og að gefa sér tíma til að koma og gleðja fólkið okkar með þessum yndislegu jólatónum.... lesa meira


Íslandsbanki gaf Grund hjólastólagalla

Fyrir skömmu kom Ólöf Árnadóttir fulltrúi frá Íslandsbanka færandi hendi, þegar hún afhenti Grund Hlýtt úti hjólastólagalla að gjöf. Hjólastólagallinn er frumkvöðlaverkefni sem Íslandsbanki styður, en gallinn er hlýr og einfaldur í notkun, og gerir heimilisfólki kleift að njóta betur útivistar allan ársins hring. Við á Grund þökkum Íslandsbanka innilega fyrir þessa hugulsömu gjöf sem mun nýtast heimilisfólki vel í vetur. Gallann má nálgast hjá húsvaktinni.... lesa meira




Baka hátt í 400 pönnukökur

Til margra ára hefur það verið til siðs að kalla 1. desember rauðan dag á Grund. Heimilisfólk og starfsfólk skarta einhverju rauðu og þegar Raggi Bjarna var á lífi kom hann og söng fyrir fullum sal. Í dag er rauður dagur á öllum Grundarheimilunum þremur. Hér á Grund byrjaði dagurinn eldsnemma með því að þær Chutima og Palika bökuðu pönnukökur. Fyrst hrærði Chutima í deigið og svo eru þær stöllur núna í nokkrar klukkustundir að baka hátt í 400 pönnukökur á fjórum til fimm pönnum. Í hádeginu gæðir fólk sér á kjötsúpu og fær sér svo pönnuköku með kaffinu.... lesa meira


Bíókvöld tvisvar í mánuði

Í Ási er bíóstjóri, Eðvarð Guðmannsson eða Eddi bílstjóri sem hefur undanfarin ár verið með bíósýningar tvisvar í mánuði og sýnt myndir sem heimilsmenn óska eftir að fá að sjá. Í fyrrakvöld var sýnd myndin Red Heat. Eldhúsið býður alltaf upp á snakk og gos og þetta vekur alltaf mikla lukku, þó svo mætingin sé misjöfn eftir þeirri mynd sem verið er að sýna. Guðrún Lilja átti leið um og smellti mynd af strákunum.... lesa meira


VÍS gaf Grund tónleika í afmælisgjöf

Hljómsveitin GÓSS mætti á Grund í gær og hélt hátíðatónleika, tók jólalög í bland við önnur falleg lög. Tónleikarnir eru gjöf frá VÍS til Grundar í tilefni 100 ára afmælis heimilisins sem var þann 29. október síðastliðinn. Hljómsveitina skipa Guðmundur Óskar Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðundsson... lesa meira



Tjúttað á Grund

Grundarbandið heldur uppi fjöri þessa stundina í hátíðasalnum og dásamlegt að sjá starfsfólk og heimilisfólk skella sér í sveiflu. Grundarbandið kemur til okkar reglulega og við erum afskaplega þakklát fyrir þessa einstaklinga sem mæta til okkar í sjálfboðavinnu til að gleðja heimilisfólk. Takk kærlega ... lesa meira


Mættu með blóm í afmæliskaffi

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík fagnar 80 ára starfsafmæli á þessu ári og í síðustu viku var haldið upp á afmælið. Gestum gafst kostur á að kíkja í kennslustundir og skoða það sem nemendur eru að gera dags daglega. Boðið var upp á afmælisköku og kaffi. Tvær heimiliskonur mættu í afmælið, enda skólinn svo að segja í næsta húsi. Þær færðu skólanum blómvönd frá Grund og skoðuðu starfsemina.... lesa meira


Afhenti heimilismönnum afmælisgjöf frá Grund

Í tilefni aldarafmælis Grundar var gefið út afmælisrit um heimilið, saga Grundar í 100 ár. Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna, fór um heimilið og færði heimilismönnum bókina að gjöf auka borðdagatals með gömlum myndum frá Grund. Gísli Páll segir þessar heimsóknir hafa veitt sér gleði og hann er mjög ánægður með að hafa fengið tilefni til að spjalla við heimilisfólkið við það að gefa þeim sögu Grundar. Hann segir að margir hafi verið afar þakklátir og skildu hreinlega ekki af hverju afmælisbarnið sjálft væri að gefa afmælisgjöf en þáðu bókina með miklum þökkum. Ýmislegt kom til tals. Meðal annars þökkuðu mjög margir fyrir aðbúnaðinn, starfsfólkið og öryggið sem þau upplifðu við það að búa á Grundarheimilunum. Gísli Páll segir að það hafi verið notalegt að finna hversu mörgum líður mjög vel á heimilunum. Það voru feðginin sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og Guðbjörg R Guðmundsdóttir sem rituðu bókina, Guðmundur Óskar sá um að rita 75 ára sögu heimilisins fyrir aldarfjórðungi og síðan bætti dóttir hans Guðbjörg við 25 árum svo úr varð 100 ára saga heimilisins.... lesa meira



Heimilismenn buðu aðstandendum í afmæliskaffi

Alla síðustu viku buðu heimilismenn aðstandendum í afmæliskaffi til að halda upp á aldarafmæli heimilisins. Á mánudag var afmæliskaffi í Mörk, á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag á Grund og á föstudag í Ási. Það voru dúkuð borð, fánar og blóm og boðið upp á heitt súkkulaði og allskyns meðlæti. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna flutti ræðu og á Grund tók Grundarkórinn lagið alla dagana þrjá og Sigrún Erla Grétarsdóttir söng nokkur lög við undirleik Kristófers H. Gíslasonar. Notaleg samverustund heimilismanna með sínu fólki á þessum stóru tímamótum Grundar. Ljósmyndir tók Viktoría Sól Birgisdóttir.... lesa meira


100 ára afmæli Grundar fagnað

Það ríkti góð stemning í hátíðarsal Grundar þann 29. október síðastliðinn þegar heimilið fagnaði 100 ára afmæli. Boðsgestir streymdu í salinn um miðjan dag til að heiðra heimilið, fluttu ávörp og komu færandi hendi með blóm og aðrar góðar gjafir. Móttakan hófst með ávarpi forseta Íslands, þá ræðu Jóhanns J. Ólafssonar stjórnarformanns Grundar, ræðu Gísla Páls Pálssonar forstjóra Grundarheimilanna og ræðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Gissur Páll Gissurarson söng nokkur lög og endaði á afmælissöngnum. Þá veitti Öldrunarráð Íslands styrk sem ráiðið veitir árlega í nafni Gísla Sigurbjörnssonar fyrrum forstjóra Grundar og formaður Sjómannadagsráðs Ariel Pétursson færði afmælisbarninu táknræna styttu og Dirk Jarré formaður Eurag, evrópskra öldrunarsamtaka færði heimilinu listaverk. ... lesa meira






Fagnar aldarafmæli eins og Grund

Það var hátíð á öllum Grundarheimilunum í gær þegar heimiliskonan Sigrún Þorsteinsdóttir fagnaði aldarafmæli sínu. Hún býr á Ási í Hveragerði. Sigrún er einmitt á sama aldri og Grund sem fagnar 100 ára afmæli þann 29. október næstkomandi. Í tilefni dagsins var flaggað á öllum heimilunum, bornar fram marsípantertur og boðið upp á heitt súkkulaði. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna heimsótti Sigrúnu, færði henni blómvönd og spjallaði við afmælisbarnið. Til hamingju elsku Sigrún.... lesa meira



Heimilismenn líta á Grundarheimilin sem sitt heimili

Heimilismenn á Grundarheimilunum eru ánægðir með hjúkrunarheimilið sem þeir búa á og meta lífsgæði sín betri þar en ef þeir byggju enn heima. Aðstandendur eru sömu skoðunar. Heimilismenn telja sig örugga á heimilinu sem þeir búa á og 78% þeirra segjast líta á Grundarheimilið sem sitt eigið. Aðstandendur eru ánægðir með samskipti sín við starfsfólkið sem og með læknis- og hjúkrunarþjónustu. Þeim finnst heimilislegt á Grundarheimilunum og heimilismenn finna umhyggju hjá starfsfólki. Um 40% aðstandenda telur að heimilismenn hafi flutt á réttum tíma á hjúkrunarheimilið en álíka stórt hlutfall telur að þeir hefðu mátt flytja fyrr. Þetta kemur m.a. fram í þjónustukönnun sem framkvæmd var meðal heimilismanna og aðstandenda fyrir Grundarheimilin síðastliðið vor af þekkingarfyrirtækinu Prósent. Könnunin meðal heimilismanna var framkvæmd með einkaviðtölum og var þátttaka tæp 90% af úrtakinu. Könnunin meðal aðstandenda fór fram með netkönnun sem send var í tölvupósti og var svarhlutfall 48% af úrtakinu. Að auki var framkvæmd viðhorfskönnun meðal almennings um viðhorf þeirra til hjúkrunarheimila og heilbrigðismála þeim tengt sem fór fram með netkönnun. Þá kom í ljós að 56% landsmanna eru jákvæðir gagnvart hjúkrunarheimilum en telja að ríkið þurfi að standa sig betur þegar kemur að málefnum hjúkrunarheimila og að auka þurfi fjárframlög til þeirra. Tilgangurinn með þjónustukönnuninni var að gefa stjórnendum og starfsmönnum innsýn í líðan og upplifun heimilisfólks og átta sig þannig á því hvað vel er gert og hvar má gera enn betur. Auk þess var talið gott að fá fram viðhorf aðstandenda og almennings til hjúkrunarheimila og þeirrar þjónustu sem þar er veitt. Álíka viðamikil viðhorfs- og þjónustukönnun hefur ekki áður verið gerð á hjúkrunarheimilum hér á landi og eru þær upplýsingar sem fengust með henni mikilvægar í gæða- og umbótastarfi Grundar. Könnunin gaf til kynna að ástæða sé til að bæta upplýsingagjöf um það sem heimilismönnum stendur til boða hvað varðar til dæmis afþreyingu og einnig þarf að finna leiðir sem auðvelda aðstandendum samskiptin við heimilin. Niðurstöðurnar eru afar ánægjulegar fyrir Grundarheimilin og hvetjandi fyrir stjórnendur og starfsfólk. Í kjölfarið verður nú rýnt i hvar hægt er að bæta um betur.... lesa meira


Hátíðartónleikar í tilefni 100 ára afmælis Grundar

Það var svo sannarlega hátíðlegt á Grundarheimilunum í síðustu viku þegar Guðrún Gunnarsdóttir, Jógvan og Sigga Beinteins mættu og héldu tónleika í tilefni 100 ára afmælis Grundar sem er þann 29. október næstkomandi. Þetta frábæra tónlistarfólk söng lögin hans Fúsa við undirleik Gunnars Gunnarssonar, allt lög sem heimilisfólkið kannaðist svo vel við, Litla flugan, Dagný og Ég vil að börnin fái að fæðast stærri svo dæmi séu tekin. Margir sungu hástöfum með þeim þessi fallegu gömlu dægurlög og það sást líka glitta í gleðitár. Takk fyrir einstaka tónleika, hlýju og fallega nærveru.... lesa meira


Fjarlægði á fimmta hundrað tyggjóklessur

Guðjón Óskarsson hefur verið iðinn við að losa borgarbúa við tyggjóklessur. Í tilefni 100 ára afmælis Grundar þann 29. október næstkomandi var ákveðið að biðja hann um að koma og fjarlægja tyggjóklessur af lóð heimilisins. Guðjón mætti svo sannarlega og dvaldi hér nokkra dagsparta enda voru tyggjóklessurnar á fimmta hundrað í kringum húsið. Takk Guðjón.... lesa meira


Nýr framkvæmdastjóori hjúkrunar í Mörk

Theodóra Hauksdóttir hefur tekið við sem framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Mörk hjúkrunarheimili. Hún hefur starfað þar áður sem deildarstjóri og á húsvöktum. Theodóra tók við starfinu af Ragnhildi Hjartardóttur sem starfar nú sem deildarstjóri á Mörk. Theodóra lauk námi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1995 og er með diploma gráður í bæði stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá EHÍ og endurhæfingu frá HA. Hún hefur víðtæka klíníska og stjórnunarreynslu af störfum sínum bæði hérlendis og frá Norðurlöndunum.... lesa meira


Réttardagurinn

Á mánudaginn var réttardagur Grundarheimilanna. Íbúar íbúða 60+ lögðu leið sína í matsalinn í hádeginu í dýrindis íslenska kjötsúpu. Margir mættu í lopapeysu eða í lopaflík og var mikil réttarstemning. Gísli Páll forstjóri sagði smala sögur og var með fjórhjólið sitt í anddyrinu ásamt öllum þeim búnaði sem hann notar við smalamennskuna. Þökkum samveruna.... lesa meira


Í sól og sumaryl

Það er ekki annað hægt en að njóta veðurblíðunnar sem verið hefur undanfarna daga. Í síðustu viku var starfsemi iðjuþjálfunar í Vesturási flutt út á stétt. Eldhúsið sendi íspinna til að kæla mannskapinn og úr varð dásamleg samvera. Nokkrir iðnir heimilismenn gátu einfaldlega ekki slitið sig frá verkefnum dagsins en nutu þess í stað að grípa í spil, leggja púsl eða leysa þrautir ... lesa meira



Veitir heimilisfólki og aðstandendum stuðning

Grundarheimilin fengu nýlega til liðs við sig nýjan starfsmann, Þorbjörgu Árnadóttur, sem er ráðin sem félagsráðgjafi heimilanna þriggja. Þorbjörg veitir heimilismönnum sálfélagslegan stuðning og ættingjum þeirra og hægt er að leita til hennar og fá ráðgjöf og leiðbeiningar um ýmiskonar réttindamál. Þorbjörg mun skipta viðveru sinni milli heimila en auðveldast að ná sambandi við hana með tölvupósti eða síma. Netfangið er thorbjorg.arnadottir@morkin.is og sími 8302041.... lesa meira




Sumar og sól á Grund

Það var haldin sumarhátíð á Grund í dag af því að veðurspáin lofaði sól og bongóblíðu. Hátíðahöldin voru einnig liður í því að minnast 100 ára afmælis Grundar en heimilið fagnar aldarafmæli þann 29. október næstkomandi. Regína Ósk og Sveinn héldu uppi fjöri með hressum lögum, Jón Ólafur gekk um með nikkuna, boðið var upp á andlitsmálningu og smáfólki var boðið upp á skrautlegar blöðrur og í hoppukastala. Gengið var um með ís, sætindi, safa og gos og síðan gátu ungir gestir farið í kubb eða "húllað". Frábær dagur í garðinum og veðrið lék svo sannarlega við okkur. Takk öll fyrir komuna í dag.... lesa meira


Sumarferð íbúa 2022

Hin árlega sumarferð íbúa var í síðustu viku. Farið var með rútu frá Mörkinni og keyrt austur fyrir fjall. Fyrsta stopp var í Forsæti í Flóahreppi en þar er gallerý þeirra hjóna Ólafs Sigurjónssonar og Bergþóru Guðbergsdóttur. Í hádeginu var komið við í Ási í Hveragerði þar sem Gísli Páll tók á móti hópnum og snæddur var hádegisverður, en það var einnig keyrt um bæinn og kíkt upp í Reykjadal. Ferðinni var svo heitið í Lindina á Laugarvatni í kaffi. Á heimleið var keyrt um Lyngdalsheiði. Fararstjóri ferðarinnar var Hörður Gíslason. Takk allir sem tóku þátt í þessum degi með okkur.... lesa meira


Ný lyfta á Minni Grund tekin í notkun

Í síðustu viku var nýja lyftan á Minni Grund tekin í notkun með viðhöfn. Heimilismaðurinn Eiríkur Jónsson, sem býr á Minni Grund, klippti á borða og síðan var boðið upp á freyðivín og konfekt og auðvitað kaffi og bakkelsi. Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og nokkrir gátu ekki á sér setið og tóku nokkur spor.... lesa meira



Sumarhátíð í Mörk

Sumarhátíðin í Mörk var haldin í síðustu viku í ekta íslenskum stormi og rigningu! Létum veðrið alls ekki stoppa okkur þar sem við erum alltaf með sól í hjarta Regína Ósk og Svenni komu, spiluðu á gítar og sungu. Þau hjónin geisluðu af gleði og skemmtu okkur af sinni einskæru snilld. Andlitsmálun Ingunnar kom einnig og allir sem vildu fengu andlitsmálun og vá hvað hún er flink að mála og nota glimmer. Blaðrarinn kom líka til okkar og sýndi listir sínar með blöðrur og gerði alls konar fígúrur fyrir okkur, fiðrildi og sverð voru mjög vinsæl. Dásamlegar veitingar voru bornar á borð og enginn fór svangur heim. Takk allir sem komu og glöddust með okkur, þetta var dásemdar dagur ... lesa meira


Suðræn stemning á Grund

Það sást til sólar í gær og gleðigjafinn Bjarni að mæta á heimilið. Það var því tilvalið að slá upp hátíð í sólríku portinu, bjóða upp á ís og fallega tóna. Veðrið lék við okkur og allir í essinu sínu. Dásemdar dagur á Grund ... lesa meira


Fiskidagurinn litli 2022

Fiskidagurinn Litli var haldinn í Mörk í síðustu viku við góðar undirtektir. Fjölmargir íbúar lögðu leið sína í veisluhöldin. Boðið var upp á matarmikla fiskisúpu og ofnbakaðan fisk ásamt ís í eftirrétt. Fiskurinn var eins og alltaf í boði Samherja. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins Mikla á Dalvík ásamt Friðriki V komu í heimsókn og tóku þátt í deginum með okkur. Við fengum flotta tónlistarmenn til að flytja ljúfa tóna fyrir okkur en það voru þeir Eyjólfur Kristjánsson og Friðrik Ómar. Viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna. Hlökkum til Fiskidagsins Litla á næsta ári.... lesa meira



Söngurinn ómar

Það er svo skrítið en þegar við syngjum saman þá verður allt svo miklu betra en ella. Söngstundirnar okkar eru alltaf vinsælar þar sem Jón Ólafur spilar á harmonikku öll þessi gömlu góðu og söngurinn ómar um húsið.... lesa meira


Þúsund hamborgarar steiktir í Ási

Það var hamborgaraveisla á Grundarheimilunum í lok síðustu viku og þá þurfti starfsfólkið í Ási að láta hendur standa framúr ermum. Eyjólfur Kristinn Kolbeins fékk í lið með sér barnabarnið sitt Viktor Másson og þeir græjuðu þetta með stæl, steiktu um eitt þúsund hamborgara. Heimilisfólkið kunni vel að meta hamborgara og franskar og gæddi sér svo á ís eftir herlegheitin.... lesa meira




Uppskeran góð á Grund

Í nokkur ár hafa heimilismenn á Litlu og Minni Grund ræktað jarðarber. Í ár er metuppskera í matjurtakassanum sem hýsir jarðarberjaplönturnar. Í gærmorgun var tínt í skál til að bjóða með morgunkaffinu en slíkt er ekkert einsdæmi og hefur verið hægt að gera af og til í sumar. Berin eru ótrúlega sæt og góð í ár og mikil sæla með þessa flottu uppskeru.... lesa meira


Kvenfélagið í Hveragerði kom færandi hendi

Kvenfélagið hér í Hveragerði kom færandi hendi í Ás í vikunni þegar það kom með rafknúinn sturtustól með fylgihlutum og færði heimilinu að gjjöf. Sturtustóllinn á svo sannarlega eftir að koma sér vel. Við þökkum kvenfélaginu af alhug fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Á myndinni eru frá vinstri Rúna Einarsdóttir fyrir hönd Áss og fyrir hönd kvenfálagsins þær Ásta Gunnlausdóttir, Hólmfríður Skaftadóttir og Elín María Kjartansdóttir. Enn og aftur, bestu þakkir kvenfélagskonur... lesa meira


Skemmtileg heimsókn í Mörk

Stundum fáum við einstaklega skemmtilega gesti í heimsókn og þannig var það þegar Fífill litli gæsastrákur kom í heimsókn á 2. hæð Markar fyrir nokkru. Hann hlaut hlýjar móttökur og komst svo á dásamlegt heimili á Mýrunum en ekki fyrr en eftir að hafa heilsað upp á heimilismenn og þegið strokur og góðan viðurgjörning.... lesa meira


High Tea veisla

Á mánudögum hefur verið boðið upp á vöfflukaffi í kaffihúsinu okkar fyrir íbúana. Nú er það komið í sumarfrí og var ákveðið að hafa síðasta vöfflukaffið með öðru sniði. Við slógum upp eðal "high tea" veislu með dásamlegum veitingum. Það var góð stemning og vel mætt í þennan síðasta hitting fyrir sumarfrí en vöfflukaffið mun fara aftur af stað í lok ágúst. ... lesa meira


Jóhanna Ásdís frá Namibíu

Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir kom í heimsókn til okkar og sagði frá 7 ára búsetu sinni í Namibíu. Hún sýndi ýmsa muni frá dvöl sinni sem var einstaklega fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Takk fyrir að koma til okkar Jóhanna Ásdís og deila reynslu þinni.... lesa meira


Guðrún Gísladóttir í heimsókn

Guðrún Gísladóttir fyrrum forstjóri Grundar kom í heimsókn til okkar í Mörkina. Íbúar hittust í samkomusalnum okkar Mýrinni og tóku á móti Guðrúnu. Hún sagði frá sögu Grundar en á þessu ári fagnar Grund 100 ára afmæli. Við viljum þakka Guðrúnu kærlega fyrir komuna. ... lesa meira




Niðurstöður þjónustukannana Grundarheimilanna

Hér meðfylgjandi eru niðurstöður úr þjónustkönnunum sem voru lagðar fyrir heimilsmenn og aðstandendur þeirra á öllum þremur Grundarheimilunum í janúar 2022. Þessi könnun byggir á staðlaðri og þýddri könnun frá Edensamtökunum og hjálpar okkur við innra gæðastarf á heimilinu. Það er okkur mjög mikilvægt að fá að vita hvaða hluti við erum að gera vel en ekki síður hvar við getum bætt okkur. Vissulega vonuðumst við eftir meiri þátttöku en viljum við þakka kærlega öllum þeim sem tóku þátt. ... lesa meira




Sumarsól í Mörk

Heimilisfólkið í Mörk hefur verið að búa til fallegt listaverk fyrir anddyrið. Páskaskreytingin vék fyrir þessari dásamlegu sumarsól. Frábær samvinna við að setja saman listaverkið, sem minnir á sumarið og tíðina sem í vændum er.... lesa meira







Listaháskólinn með námskeið á Grund

Á Grund stendur nú yfir dásamlegt námskeið sem átta heimilismenn Grundar taka þátt í sem og starfsfólk á heimilinu. Það er tónlistardeild Listháskólans sem býður upp á námskeiðið sem ber heitið Tónlist og heilabilun. Stuðst er við verkefnið Music for Life sem hefur verið starfrækt í London í rúmlega tuttugu ár. Kjarni verkefnisins eru tónlistarsmiðjur þar sem allir þátttakendur mætast á jafningjagrundvelli í tónlistarsköpun. Tónlistin verður farvegur samskipta og þátttaka og virkni allra þátttakenda leiðir til sameiginlegs þroska hópsins sem eykur lífsgæði. Magnea Tómasdóttur söngkona, sem hefur sérhæft sig í tónlistariðkun með fólki með heilabilunarsjúkdóma er kennari námskeiðsins, en ásamt henni taka þátt sex nemar frá Listaháskólanum og þrír hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau munu leiða hópinn í tónlistarspuna en það hefur sýnt sig að tónlistarþátttaka léttir lund, eykur lífsgæði og færni til samskipta. Þetta er sjötta árið sem þetta frumkvöðlaverkefni hefur verið gert hér á Íslandi... lesa meira


Kisa mín, kisa mín

Nú eru margar rafkisur komnar með fasta búsetu á Grund og heimilisfólkinu finnst virkilega notalegt að fá þær í fang til að klappa og kúra með. Kisurnar mala, mjálma og hreyfa sig og svara góðlátlega þegar þeim er klappað. Þær fara ekki úr hárum og fá bara nýjar rafhlöður þegar þær verða lúnar.... lesa meira


Gárapar í hvíld á Grund

Það er algengt að fólk komi í hvíld á Grund í nokkrar vikur en það heyrir til undantekninga að gárapar komi í hvildarinnlögn til okkar. Gárarnir láta vel af dvölinni og fagna heimsóknum. Búrið þeirra er í anddyrinu hjá versluninni á Grund. Endilega kíkið við með ykkar aðstandendur og heilsið upp á parið.... lesa meira



Heit eggjakaka í morgunmat

Stundum er gott að bregða út af vananum og það er einmitt það sem gert var í eldhúsinu á Litlu Grund fyrir síðustu helgi. Þá ákvað starfsfólkið að skella í eggjaköku og bjóða með hafragrautnum og því venjulega sem er á boðstólum á morgnana. Það var almenn ánægja með tilbreytinguna.... lesa meira


Notaleg stund

Það var notaleg stemningin í Bæjarási nú í vikunni og það sést auðvitað ekki á mynd en það var sungið á meðan var verið að greiða og punta: Þær eru að fara á ball. Góða helgi öll.... lesa meira


100 ára afmæli Garðars og Grundar

Það var hátíðlegt á fjórðu hæðinni í Mörk í gær þegar Garðar Sigurðsson heimilismaður fagnaði 100 ára afmæli. Svo skemmtilega vill til að hann á aldarafmæli sama ár og Grund sem fagnar 100 ára afmæli þann 29. október næstkomandi. Boðið var upp á heitt súkkulaði og rjómatertu á öllum Grundarheimilunum af þessu tilefni. Aðstandendur Garðars og heimilismenn á fjórðu hæðinni fögnuðu með honum, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna mætti í afmælisboðið, blaðamaður Morgunblaðsins tók við afmælispiltinn viðtal og síðan var spilað á gítar og sungið.... lesa meira




Þorramatur og tóm gleði

Öll PCR próf sem voru tekin í dag reyndust neikvæð. Það var stemning í hádeginu hjá okkur á Litlu og Minni Grund og loksins fengum við þorramatinn. Flestir eru lausir úr einangrun en þó ekki allir og við opnum fyrir heimsóknir á Litlu og Minni Grund á ný næsta þriðjudag. Við erum fegin að sjá fyrir endann á þessu og förum glöð inn í helgina... lesa meira




Jólin kvödd í Ási

Það er venja í Ási að kveðja jólin á þrettándanum og dansa þá í kringum jólatréð, taka á móti jólasveinum og gæða sér á kræsingum sem eldhúsið hefur lokkað fram. Ekki var hægt að halda slíkan viðburð í ár. Við í Ási kvöddum samt jólin með söng og gleði. Heimilið er hólfaskipt þessa dagna og því var allt smærra í sniðum þetta árið. Rakel og Gylfi í eldhúsinu klæddu sig upp og brugðu á leik með heimilisfólki og færðu því að sjálfsögðu kræsingar.... lesa meira


Táknræna tré Grundarheimilanna komið upp á vegg

Nú er búið að setja þetta myndarlega skýli yfir aðal inngang heimilisins. Þá er þar einnig komið stórt skilti með fallega trénu sem einkennir allt sem merkt er Grund og Grundarheimilunum. Þá hefur sjálfum innganginum verið breytt og hann er nú að öllu leyti þægilegri fyrir þá sem eru með göngugrindur eða í hjólastól. Það er alltaf verið að breyta og bæta... lesa meira


Nemendur úr Vesturbæjarskóla sungu jólalögin

Það var ánægjuleg heimsóknin sem við fengum á Litlu og Minni Grund fyrir jólin. Nemendur úr 6. bekk i Vesturbæjarskóla komu og sungu jólalögin fyrir heimilismenn. Þvílík gleði sem skein úr andlitum fólksins við að hlusta á þessi yndislegu ungmenni syngja inn jólin hjá okkur. Takk kærlega fyrir frábæra heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur næst.... lesa meira




Jólabingó og jólalög

Það er ljúf aðventan í Ási eins og alltaf. Sr Pétur Þorsteinsson kom og söng með heimilisfólki jólalögin. Smákökubaksturinn hélt áfram og svo voru bakaðar súkkulaðibitakökur í haugum. Það var spilað jólabingó og vinningarnir glæsilegir en ýmis fyrirtæki í Hveragerði og næsta nágrenni gáfu veglega vinninga. Þeim er kærlega þakkað fyrir stuðninginn. ​... lesa meira



Rafkisur flytja á Grund

Átta rafkisur fluttu nýlega á Grund og láta vel af sér. Þær eyða deginum í fangi heimilisfólks, mala og kúra þar í góðu yfirlæti. Heimilisfólk er nokkuð ánægt með þessa nýju íbúa heimilisins og finnst virkilega gott að hafa þá nálægt.... lesa meira


Púttað í snjó

Hér má sjá ástríðufulla kylfinga á púttvellinum í Mörk í lok nóvember. Þau láta ekki smá snjókomu stoppa sig, klæða sig bara eftir veðri. Púttvöllurinn er mikið notaður hjá okkur en á þriðjudögum hittast nokkrir íbúar og taka saman pútt, að því loknu fara þau í Kaffi Mörk og fá sér veitingar. Púttvöllurinn er kominn í smá vetrarfrí núna en verður opnaður aftur þegar fer að vora.... lesa meira


Gáfu Grund rafknúna göngugrind

Jóhann Árnason kom á dögunum færandi hendi á Grund fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Þorkels Mána með háa rafknúna göngugrind. Slíkt hjálpartæki mun koma sér afskaplega vel og er stúkunni hjartanlega þakkað fyrir þessa rausnarlegu gjöf og Jóhanni fyrir komuna. Hér tekur Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundarheimilanna við þessari góðu gjöf frá Jóhanni Árnasyni.... lesa meira


Höfðingleg gjöf til Markar

Þessir vösku herramenn frá Oddfellowstúkunni Ara Fróða komu aldeilis færandi hendi í Mörk í vikunni með styrk upp á hálfa milljón til kaupa á þjálfunarhjóli fyrir sjúkraþjálfunina hér í Mörk. Á mynd frá hægri: Daði Ágústsson, fyrrum meistari stúkunnar, Gunnar Magnússon, formaður Líknarsjóðs stúkunnar, Hafliði Hjartarson, stúkubróðir, Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna og Sigurður Geirsson yfirmeistari stúkunnar. Þessum herramönnum er kærlega þakkað fyrir komuna og stúkunni fyrir höfðinglega gjöf.... lesa meira








Dásamlegt dömukaffi

Það er alltaf gaman þegar konur koma saman og spjalla og svo ekki sé nú talað um ef boðið er upp á góðar veitingar líka. Þannig var það hjá heimiliskonum sem búa í vesturhúsi Grundar í síðustu viku. Frábær félagsskapur og dýrindis veitingar.... lesa meira


Keli fluttur í Mörk

Hrafnkell Kárason sem bjó á Miðbæ á 2-hæð, lést þann 29. október síðastliðinn. Ekkja hans, Dröfn Jónsdóttir og dóttir hans Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, komu nýlega og gáfu heimilinu þennan yndislega gleðigjafa sem malar og mjálmar. Það er búið að gefa honum nafnið Keli og við hlökkum mikið til að njóta samveru hans. Við færum mæðgunum hjartans þakkir.... lesa meira





Viðurkenningar veittar á starfsmannakvöldi

Nýlega var haldið starfsmannakvöld í Ási og eins og venja er veittar þar bæði starfsaldursviðurkenningar og þeir starfsmenn sem hættir eru störfum heiðraðir. Það er áralöng hefð fyrir hvorutveggja og því að hittast að kvöldi til borða saman góðan mat og spila svo í lokin bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði.... lesa meira




Laða fram blik í augum

Í síðustu viku tók til starfa nýr Lífsneistahópur í Ási og í þeim hópi eru eingöngu herramenn. Fyrsti fundurinn lofar svo sannarlega góðu. Markmið hugmyndafræðinnar er að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun; laða fram blikið í augunum, brosið, ánægjuna, gleðina, sönginn, dansinn, snertinguna og njóta samverunnar.... lesa meira



Afmælis- og foreldrakaffi á Grund

Í síðustu viku var haldið afmælis- og foreldrakaffi á Grund. Heimilið fagnaði 99 ára afmæli sínu þann 29. október síðastliðinn en einnig hefur svo áratugum skiptir verið haldið um svipað leyti og nú samtímis afmælinu svokallað foreldrakaffi. Hefðin á á bakvið það á sér langa sögu. Grund var stofnuð með almennum samskotum sumarið 1922 og í byrjun september það ár var Grund keypt sem var steinhús við Kaplaskjólsveg. Húsið varð fljótt alltof lítið því þörfin á húsnæði fyrir aldraða var brýn. Framtíðarsýn stjórnar Grundar var að ráðast í byggingu stærra heimilis. Sveinn Jónsson kaupmaður í Reykjavík, oft nefndur Sveinn í Völundi, kom á fund stjórnar Grundar þann 10. desember árið 1924 og tilkynnti að hann og systkini hans vildu gefa þúsund krónur í húsbyggingarsjóð heimilisins til minningar um foreldra þeirra Jón Helgason og Guðrúnu Sveinsdóttur frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þetta var myndarleg upphæð á þessum tíma og eina skilyrðið sem fylgdi gjöfinni var að jafnan skyldi á heimilinu haldið upp á brúðkaupsdag þeirra hjóna 26. október ár hvert. Þaðan kemur semsagt nafnið foreldrakaffi og þessi skemmtilega hefð sem við enn í dag höldum á lofti. Systkinin komu þennan dag á hverju ári á heimilið eftir þetta, meðan þeim entist líf og heilsa og gáfu þá um leið heimilinu meira en afmælisveislan kostaði hverju sinni.... lesa meira


Fann upp orðið hrekkjavaka

Ragna Ragnars þýðandi og túlkur er heimiliskona í Mörk. Hún var í Frakklandi og lærði ýmsar hliðar á málinu svo sem þýðingar og lauk þar prófi frá Sorbonne háskóla. Það er skemmtilegt að segja frá því að hún er sú sem kom með íslenska nafnið yfir halloween eða hrekkjavöku. „Ég þýddi í fjöldamörg ár bíómyndir fyrir sjónvarpið og þar var þetta orð, halloween, ítrekað að koma fyrir og mér fannst bara að ég þyrfti að finna eitthvað íslenskt orð sem ætti við. Ég hugsaði málið um stund og þegar ég var komin með orðið hrekkjavaka hringdi ég í vin minn sem var prófessor við íslenskudeild háskólans og spurði hvernig honum litist á. Hann sagði að hrekkjavaka væri fínt orð og þá var farið að nota það í kjölfarið.“... lesa meira


Skreytt fyrir hrekkjavöku

Maður lærir svo lengi sem maður lifir á vel við hérna því eflaust hafa fæstir heimilismenn alist upp við hrekkjavöku en nutu þess virkilega að taka þátt í að skreyta hér á Grund. Það er mikil stemning í kringum hrekkjavöku á heimilinu og keppni í gangi þar sem verðlaun verða veitt fyrir best skreytta graskerið og skreytingar. Þessar myndir eru teknar í vesturhúsinu þar sem starfsfólk og heimilifólk hjálpaðist að við að skreyta og á meðan var saga hrekkjavöku lesin upp. Þess má geta að graskerið sem myndin er af er á þriðju hæð í vesturhúsi Grundar og heimiliskonan Klara gaf því nafnið Elegant.... lesa meira



Aðstandandi bauð upp á lestur smásögu

Anna Lilja Jónsdóttir er dóttir heimiliskonunnar Steinunnar B. Sigurðardóttur sem býr á annarri hæð í Mörk. Hún kom til okkar í vikunni með upplestur á smásögu sem móðir hennar skrifaði. Sagan byggist á atburðum sem áttu sér stað árið 1362 í Örævasveit en þá hafði átt sér stað eldgos og sagt að ein kona hafi komist lífs af á hesti. Heimilisfólk af allri hæðinni kom til að hlusta og njóta.... lesa meira




Bleikt allsráðandi

Bleikur klæðnaður, bleikar kökur, bleik blóm, bleikt naglalakk og svo mætti áfram telja. Starfsfólk og heimilisfólk á annarri hæðinni í Mörk lét svo sannarlega ekki sitt eftir liggja í að gera bleika daginn eftirminnilegan og sýna samstöðu með þeim konum sem hafa þurft að takast á við krabbamein. ... lesa meira



Deildu reynslusögum af ástinni

Það er eitthvað svo dásamlegt við vinnu iðjuþjálfunar í Ási sem ber yfirskriftina Lífsneistinn. Þar er leitast við að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Að þessu sinni var það brúðarþema og þátttakendur deildu reynslusögum af ástinni. ... lesa meira





Markmiðið að bæta andlega líðan

Um árabil hefur Fanney Björg Karlsdóttir iðjuþjálfi í Ási leitt fundi þar sem hugmyndafræði lífsneistans er höfð að leiðarljósi við minningavinnu. Upphafskona hugmyndafræðinnar Spark of life er danska konan Jane Varity sem sjálf átti móður með minnissjúkdóm og þróaði starfsemina. Markmiðið með henni er að bæta andlega líðan og laða fram getu fólks sem virðist horfin. Í dag býr Jane í Ástralíu og þar eru höfuðstöðvar Spark of life í dag.... lesa meira



Uppfæra netföngin

Til stendur að senda rafræna þjónustukönnun til aðstandenda heimilisfólks á Grundarheimilunum nú í október og mikilvægt að hún komist til skila. Aðstandendur eru því beðnir um að senda á netfangið hér að neðan ef einhverjar breytingar hafa orðið á tölvupóstfangi. Aðstandendur fylla út könnunina og senda rafrænt. Einnig er könnun fyrir heimilisfólkið í sama tölvupósti sem aðstandendur eru beðnir um að fylla út með heimilisfólkinu. Sigríður Sigurðardóttir sviðsstjóri fræðslu- og gæðasviðs Grundarheimilanna gefur allar frekari upplýsingar og tekur við upplýsingum um netföng. Netfang Sigríðar er sigridur@grund.is ... lesa meira



Fimm kennarar í herrakaffinu

Áfram heldur herrakaffið á Grund og nú var slíkt samsæti á boðstólum í austurhúsi Grundar, á vinnustofunni. Heimilismenn byrjuðu á því að segja aðeins frá sér og þá kom á daginn að í þessum litla hópi voru fimm fyrrverandi kennarar, tveir grunnskólakennarar og þrír framhaldsskólakennarar. Var mikið hlegið yfir þessari skemmtilegu tilviljum. Einn þeirra er giftur presti og einn prestur í hópnum, sr. Auður Inga var að aðstoða herrana í samsætinu og kom á daginn að eiginkonan sem var prestur heitir líka Auður. Meðlætið var einstaklega þjóðlegt, flatkökur og kleinur sem rann ljúflega ofan í mannskapinn.... lesa meira




Það er gott að hafa hlutverk og fá tækifæri til að gefa af sér

Þó árin færist yfir og fólk búi á hjúkrunarheimili þá breytist ekki þörfin fyrir að hafa hlutverk og fá að gefa af sér. Það styttir líka daginn að hafa eitthvað fyrir stafni og vera í góðum félagsskap. Þetta var nákvæmlega það sem heimilisfólkið gerði í dag þegar það pakkaði Heimilispóstinum sem síðan er sendur í pósti til aðstandenda og velunnara Grundarheimilanna. Það var hrein unun að fylgjast með heimilisfólki og starfsfólki hlið við hlið að vinna, ljúfir tónar bárust um matsal Litlu Grundar og síðan var boðið upp á gos og sætindi. Notaleg stund.... lesa meira


Réttardagur á Grund

Það er kominn föstudagur og það er réttardagur á Grund. Við sýnum myndina Fjallkónga og bjóðum upp á þjóðlegar veitingar meðan á sýningu stendur. Hér er það Jón Ólafur sem hitar upp með þjóðlegum tónum áður en farið verður í kjötsúpu nú í hádeginu.... lesa meira


Rollur í forgrunni

Rollur voru í forgrunni á þematorgi sem haldið var á þriðju hæð Grundar í gær fyrir heimilisfólk í vesturhúsi. Þema dagsins var kindarlegar sögur en í því fólst ýmis fróðleikur og spjall um nýtingu á kindum og kindarlegheit í mállýskunni. Sagðar voru sögur af útilegukindum og sveitasöngvar með harmonikkuleik.... lesa meira



Þar sem gleðin er við völd

Það er alveg óhætt að segja að gleðin sé við völd þegar fundir Lífsneistans eru á dagskrá í Ási. Fundargestir syngja saman og gæða sér á góðum veitingum. Lífneistinn fundar vikulega í allan vetur og það ber ýmislegt á góma þó aðal áherslan sé á að njóta lífsins og sjá jákvæðar og spaugilegar hliðar tilverunnar. ​... lesa meira


Kosning utan kjörfundar í Mörk

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér í Mörk sunnudaginn 12. september nk. kl. 11:00-14:00. Atkvæðagreiðslan fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á fyrstu hæð og er eingöngu ætluð heimilismönnum. Aðstandendur eru beðnir að fylgja þeim heimilismönnum sem fylgd þurfa og gæta jafnframt vel að sóttvörnum s.s. vera með grímu, spritta hendur og gæta fjarlægðar.... lesa meira


Kosning utan kjörfundar á Grund

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis fer fram hér á heimilinu laugardaginn 11. september nk. og fer fram í aðstöðu sjúkraþjálfunar á V-1. Atkvæðagreiðsla þessi er ætluð heimilismönnum á Grund. Heimsóknargestur þann daginn má gjarnan fylgja sínum aðstandanda, en þarf að bera grímu og gæta að sóttvörnum. Heimilisfólki í austurhúsi er boðið að kjósa frá kl. 11-12 Heimilisfólki á Litlu og Minni Grund er boðið að kjósa frá kl. 12-14 Heimilisfólki í vesturhúsi er boðið að kjósa 14-15... lesa meira


Gleðigjafi í sjúkraþjálfun Markar

Fura er tæplega tveggja ára labrador tík sem mætir oft til vinnu í sjúkraþjálfun Markar með Heiðrúnu Helgu Snæbjörnsdóttur sjúkraþjálfara. Hún segir að Fura sé enn mikill fjörkálfur og því þurfi að passa vel upp á að hún haldi smá fjarlægð en hún er falleg og róleg ef hún fær ekki of mikla athygli. Heimilisfólkið er hrifið af henni og finnst notalegt að vita af henni. ... lesa meira


Gaf Grund standlyftara

Thorvaldsensfélagið ákvað að styrkja starfsemi Grundar með standlyftara af tegundinni Sara Flex. Standlyftarinn mun koma sér ákaflega vel fyrir heimilisfólkið okkar, hann er rafknúinn, mjög öflugur og stöðugur og auðveldar starfsfólkinu störfin svo um munar. Thorvaldsensfélaginu er innilega þakkað fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það var Kristín Ruth Fjólmundsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins sem afhenti Sigrúnu Faulk hjúkrunarframkvæmdastjóra Grundar standlyftarann.... lesa meira


Fiskidagurinn litli í Mörk

Fiskidagurinn litli var haldinn með pomp og prakt í Mörk. Boðið var upp á dýrindis hráefni frá Dalvík sem kokkarnir okkar matreiddu síðan. Fréttakona frá RÚV mætti og var með beina útsendingu frá viðburðinum og einnig mætti ljósmyndari Morgunblaðsins. Búið var að skreyta allt hátt og lágt með netum, netakúlum, teikningum og allskyns skrauti og tónleikar frá Fiskideginum mikla á Dalvík hljómuðu víða um hús. ... lesa meira


Fiskidagurinn litli á Grund

Það ríkti tilhlökkun alla vikuna fyrir Fiskideginum litla sem haldinn var nú í fyrsta sinn á Grund. Heimilismenn og starfsfólk skreyttu með úrklippum, blöðrum, veifum, kúlum og baujum. Deildir hér á Grund fengu ný nöfn eins og Lýsuhólar, Síldargata, Rauðmagastræti og svo framvegis. Þá fengum við fiskmeti frá Dalvík, upptökur af tónleikum sem haldnir hafa verið á Fiskideginum mikla á Dalvík og bókina um þessa árlegu skemmtun á Dalvík sem við lásum uppúr.... lesa meira




Flutti Völuspá fyrir heimilisfólk

Við í Ási fengum Jón Gnarr til okkar um daginn og hann flutti fyrir okkur Völuspá. Fólkið okkar varð alveg heillað og margir lyngdu aftur augunum og við sáum varir bærast og það var eins og folk kynni þetta og væri að fara með Völuspána með honum. Það skapaðist mikil umræða um þetta dagana á eftir "Völuspá hefur alltaf verið mér hugleikin frá því að ég var barn" sagði Jón Grann. "Ég hef undanfarið lagt stund á MFA nám í sviðslistafræðum við Listaháskóla íslands og ákvað að gera flutning á völuspá að lokaverkefni. Ég sem lagið sjálfur en hef notið leiðsagnar Hilmars Arnar Agnarssonar organista og stórmúsíkants. Auk hans koma að verkinu Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Páll á Húsafelli. Ég vel konungsbókarútgáfu Völuspár og hef notið leiðsagnar Gísla Sigurðssonar prófessors hjá Árnastofnun í meðferð og túlkun textans. Boðskapur völuspár er kyngimagnaður og á jafn vel við í dag og þegar hún var samin. " Verkið verður formlega flutt í Þjóðminjasafni Íslands 26 ágúst og þá bætast söngkonur og lúðrablásarar í hópinn.... lesa meira


Kæru aðstandendur

Við viljum skerpa hérna á nokkrum atriðum vegna smita í samfélaginu. Hjúkrunarheimilið er áfram opið en við hvetjum ykkur til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. Ekki er ráðlegt að börn og ungmenni komi í heimsókn á þessum tímapunkti. Undanþágur má gera ef barn/ungmenni er nánasti aðstandandi. Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir í heimsókn til íbúa á hverjum tíma nema að höfðu samráði við starfsfólk deildar. Gestir fara rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis. Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. Eru í sóttkví. b. Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku). c. Hafa dvalið erlendis undanfarna daga. d. Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift. e. Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).... lesa meira



Sumarhátíð í Ási

Nýlega var haldin sumarhátíð í Ási. Frábær dagur þar sem heimilismenn, aðstandendur og starfsfólk fögnuðu saman sumri og sól… Hjónin Unnur Birna Björnsdóttir og Sigurgeir Skafti Flosason glöddu viðstadda með frábærum tónlistarflutningi og söng. Hoppukastali,ís frá Kjörís, sápukúlur, krikket og kubbur glöddu unga sem aldna.... lesa meira



Sumarhátíð Markar

Það ríkti kátína í Mörk í síðustu viku þegar haldin var sumarhátíð í garðinum.Heimilisfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag með ýmsum hætti. Barnabörnin og barnabarnabörnin skemmtu sér í hoppukastala, boðið var upp á andlitsmálningu, sumir púttuðu og svo bauð heimilisfólkið upp á ís í tilefni dagsins. ... lesa meira



Hænurnar komnar heim

Loksins eru þær komnar heim hænurnar sem dvöldu í góðu yfirlæti í vetur í Ásahreppi. Hænurnar eru búsettar í hænsnahöll á lóðinni í Bæjarási í Ási. Það var tekið vel á móti þeim þegar komið var með þær úr sveitinni... lesa meira


Sumarhátíð í garði Grundar

Það var bjart yfir heimilisfólki og aðstandendum í gær þegar sumarhátíð var haldin í garði Grundar. Veðrið lék við okkur. Hoppukastalar, húllahopp og allskyns skemmtun fyrir ömmu-, og afabörn sem og langömmu-, og langafabörnin. Heimilisfólk bauð ungviðinu íspinna og Jón Ólafur gekk um með nikkuna og gladdi með nærveru sinni. Það sannaðist að Grund á sannkallaðan gimstein í þessum stóra garði sem snýr í suður.... lesa meira








Gaf Grund aldagamla bók

Ásgeir Jóhannesson forystumaður í Sunnuhlíð færði Grund á dögunum bók að gjöf en hann er einn af upphafs- og ábyrgðarmönnum þess að Sunnuhlíð var reist og tekin í notkun árið 1982. Gísli Sigurbjörnsson, þáverandi forstjóri Grundar og sonur sr. Sigurbjörns Á Gíslasonar eins stofnenda Grundar, studdi uppbyggingu Sunnuhlíðar með góðum ráðum og verulegum fjárframlögum. ​... lesa meira


Bauð frúnni í hjólatúr

Í mai var haldið hjólanámskeið á vegum Hjólað óháð aldri. Ólafur eiginmaður Hönnu Maju hér í Mörk bauð eiginkonunni í skemmtilega hjólaferð í rigningunni. María og Alda fóru einnig rúnt í garðinum. Áhugasamir aðstandendur um hjólaferðir með heimilisfólki geta nálgast nánari upplýsingar hjá sjúkraþjálfuninni eða í vinnustofu heimilisins.... lesa meira


Margar hugmyndir sem koma upp á heimilisráðsfundum

Í mörg ár höfum við verið með heimilismannaráðsfundi hér á Grund .En vegna Covid hafa þeir legið niðri. Það var ánægjulegt þegar heimilismenn komu saman á ný og ræddu um ýmislegt sem má betur fara en líka annað sem er gott. Fjörugar umræður spunnust um hundrað ára afmæli heimilisins sem er á næsta ári og allskonar hugmyndir sem komu upp. Svo eru heimilismenn oft með sterkar skoðanir á matnum og afþreyingunni sem þeim stendur til boða. Semsagt frábærir fundir og skemmtilegir og iðulega hafa heimilismenn komið með gagnlegar ábendingar sem við þökkum kærlega fyrir og förum eftir.... lesa meira


Hjóluðu 739 kílómetra

Markarliðið í Hjólað í vinnuna lenti í 62.sæti í kílómetrakeppninni Lið Markar hjólaði alls 47 daga og var heildarvegalengd hjá Mörkinni 738.8 km. Markarliðið skipuðu Ragnhildur, Sigríður og Guðrún sem eru á myndinni en á myndina vantar tvo liðsfélaga Líney og Einar.... lesa meira


Gleðilegt sumar frábæra starfsfólk

Gleðilegt sumar - þið eruð frábær er tilefnið nú þegar forstjóri Grundarheimilanna, Gísli Páll Pálsson, fer á milli heimila og deilda og óskar starfsfólki sínu gleðilegs sumar og býður upp á hressingu. "Það er ekki sjálfgefið að hafa á að skipa jafn frábæru starfsfólki og við höfum á okkar heimilum og svo er komið sumar og sólin skín. Ekki hægt að hugsa sér betra tilefni til að fá sér köku og fagna; segir hann og brosir. Hér er hann ásamt starfsmönnunum Ingibjörgu, Jóhönnu og Dennis.... lesa meira


Hnoðri heimsækir dýralækninn

Dagbjört og Steinunn Svanborg í Bæjarási fóru með Hnoðra í árlegt eftirlit til dýralæknis á Selfossi. Hnoðri, sem er að verða 12 ára, stóð sig með prýði, var stilltur og heyrðist ekki múkk frá honum. Hann fékk b-vítamín og ormalyf og svo þarf að passa upp á að hann fái nóg að éta því hann hefur aðeins lést.... lesa meira


Breytingum á A-2 fagnað

Í síðustu viku var haldið upp á breytingar sem gerðar hafa verið á annari hæð í austurhúsi Grundar, Þar eru nú komin sex ný einbýli með sér baðherbergjum og búið að rýmka í setustofu og á gangi. Frábærar breytingar sem miða að sjálfsögðu að því að betur fari um heimilismennina.... lesa meira



Húni mætir í vinnu

Stundum mætir Húni í vinnuna með Barböru Ösp Ómarsdóttur og þá er nú hátíð í bæ. Heimilisfólkið elskar Húna og það er svosem gagnkvæmt, hann kann sannarlega að meta athyglina sem hann fær frá heimilisfólki og sýnir sínar bestu hliðar.... lesa meira




Spjallað og hlegið í saumaklúbb

Konur hittast og spjalla, deila sögum og ræða um daginn og veginn. Fátt skemmtilegra og oft köllum við þessa kvennafundi, saumaklúbba. Nýlega var efnt til saumaklúbbsstundar á V-2 og V-3 og það var svo sannarlega mikið skrafað og hlegið. Sérrí og makkarónur með kaffinu. Hversu dásamlegt. ... lesa meira


Föstudagar eru kjóladagar

Á meðan Covid fárið stóð sem hæst og smitvarnirnar voru í algleymingi sátu þær á spjalli yfir góðum kaffibolla, Hulda Bergrós ritari og heimiliskonurnar Rúrí og Ragna. Talið barst að þessum skrítnu tímum sem við lifum á og hvað það væri mikil synd að eiga öll þessu fínu föt hangandi inn í fataskáp og geta ekki notað þau Hulda Bergrós kom með þá tillögu að þær myndu gera sér dagamun á föstudögum klæða sig upp í kjóla og jafnvel skreyta sig með perlufestum. Þetta gerðu þær stöllur alla föstudaga. Gleðin smitaði út frá sér og t.d. hefur iðjuþjálfunin tekið upp á því að mæta í kjólum á föstudögum.... lesa meira



Ljúfur páskadagur á Grund

Það var ljúft andrúmsloftið á Grund í morgun og starfsfólk að leggja sig fram um að gera hátíðlegt fyrir páskamáltíðina. Þessar myndir voru teknar á Vegamótum hér á Grund. Í dag verður svo boðið upp á dýrindis rjómatertu með kaffinu. Gleðilega páska... lesa meira



Ný hársnyrtistofa á Grund

Það hefur ýmislegt komið útúr Covid, m.a. ný hársnyrtistofa á Grund. Þegar þurfti að hólfaskipta heimilinu var útbúin aðstaða í vesturhúsi Grundar og hún hefur reynst svo vel að hún er bara komin til að vera. Hér er hún Þórdís með Aðalbjörgu og Maren Kristínu í lagningu.... lesa meira


Páskaeggjabingó í Mörk

Í síðustu viku var haldið páskabingó á öllum hæðum Markar. Eins og sjá má á myndunum var mikil stemning meðal heimilismanna. Vinningshafar voru að vonum hæstánægðir með vinningana sína og enginn fór tómhentur frá borði því allir fengu málsháttaregg.... lesa meira


Fannst eggið of stórt fyrir sig

Jónína Bergmann hlaut 1. vinning í páskabingói í austurhúsi Grundar fyrr í vikunni. Henni fannst eggið alltof stórt fyrir sig en Ingibjörg Magnúsdóttir var svo glöð fyrir hönd Jónínu að hún lyfti egginu hátt á loft. Þeir sem ekki fengu páskaeggjavinning fengu engu að síður lítið málsháttaregg. Sívinsæli Jón Ólafur mætti með harmonikkuna og heimilismenn tóku vel undir sönginn.... lesa meira


Falleg gjöf til Grundar

Salome Guðmundsdóttir söngkona og veflistakona kom færandi hendi á Grund á dögunum. Hún gaf V2 afar fallegt handofið sjal og blóm til minningar um söngkennara sinn Guðmundu Elíasdóttur sem bjó á V-2 sín síðustu æviár. Hún lést árið 2015. Á myndinni er Sigrún Faulk, framkvæmdastjóri hjúkrunar, að taka við gjöfinni frá Salome.... lesa meira





Njóta augnabliksins

Hvað er notalegra en setjast niður í góðum félagsskap, fá heita bakstra á axlir, hita á hendur og hlusta á fallegt ljóð eða lygna aftur augum og láta hugann reika. Það er nákvæmlega það sem heimiliskonurnar á Grund, Elín Sigríður, Sigurlaug og Þorbjörg Rafnar gerðu, einn morguninn fyrir skömmu.... lesa meira


Grundarkórinn kom saman á ný

Það var ánægjuleg stund þegar allur Grundarkórinn kom saman á æfingu í vikunni en hann hefur ekki hist saman í ár vegna Covid. Kórnum hefur verið skipt niður eftir svokölluðum sóttvarnarhólfum og þeir æft saman sem búa nálægt hver öðrum. Sannkölluð gleðistund.... lesa meira


Karlaklúbbur Markar brá sér á kaffihús

Karlaklúbburinn í Mörk brá sér á kaffihús þar sem kokkarnir buðu upp á dýrindis "smörrebrauð" að dönskum hætti og kökur ásamt því að skálað var í bjór. Það eru notaleg viðbrigði að geta á ný farið um húsið án þess að hafa miklar áhyggjur af Covid enda allir heimilismenn búnir að fá sprautu og starfsmennirnir fyrri sprautuna. ... lesa meira


Rósabingó á Grund

Rósabingó. Hversu skemmtilegt. Það er nákvæmlega það sem þær Valdís og Þórhalla hafa verið að bjóða uppá víðsvegar um Grundina undanfarið. Ilmandi rós í verðlaun þegar maður kallar bingó. Til að toppa stundina hefur Nonni nikka, eins og við köllum hann Jón Ólaf hér á Grund, verið nálægt, með sína ljúfu nærveru og þanið nikkuna við söng heimilisfólksins. Það var svo auðvitað sungið um rósir... nema hvað.... lesa meira



Fjör í sundleikfiminni

Nú stendur þeim sem búa í Íbúðum 60+ til boða að taka þátt í jógateygjum, stólaleikfimi, sundleikfimi og leiðbeiningum í tækjasal. Þáttakan hefur verið vonum framar og mikil gleði hjá íbúum með að geta nú aftur tekið á og verið í líkamsrækt. Það var fjör í sundlaug heilsulindar Markar í morgun eins og sést á myndinni.... lesa meira


Öskudagsgleði

Heimilismenn ásamt starfsmönnum Markar slógu köttinn úr tunnunni og skemmtu sér stórkostlega. Eins og sjá má á myndum var enginn lognmolla yfir fólki og vel tekið á því. Að launum fengu allir glaðning.... lesa meira


Bollukaffi í góðum selskap

Á bolludaginn hittust nokkrar heimiliskonur í vinnustofunni hjá Þórhöllu, sr. Auði Ingu og Valdísi, gæddu sér á nýbökuðum bollum, kaffisopa og sérrí og ræddu lífsins gang og nauðsynjar eins og gerist ávallt í góðra kvenna hópi. Notaleg stund í skemmtilegum félagsskap.... lesa meira



Ilmurinn er svo lokkandi

Þegar ilmurinn af nýbökuðum vöfflum læðist um gangana á Grund lifnar yfir öllum. Heimilisfólkið á V-2 kunni svo sannarlega að meta það í gær þegar hún sr. Auður Inga mætti með vöfflujárnið og deigið og bakaði með kaffinu.... lesa meira



Fallegar töskur úr afgöngum

Unnur Jónsdóttir sem býr á Frúargangi hér á Grund hefur verið að dunda sér við að búa til töskur úr afgöngum með aðstoð Valdísar Viðarsdóttur sem starfar í vinnustofunni. Svo fallegar töskur og ekki amalegt ef einhver heppinn fær svona gersemi í afmælis- eða jólagjöf.... lesa meira



Nýárskveðja

Ég óska heimilisfólki og starfsfólki Grundarheimilanna gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Ég þakka af alhug þá þrautseigju, fórnfýsi, hlýju og kærleika sem þið hafið öll sýnt á þessu sérstaka ári sem nú er liðið. Við horfum bjartsýn til nýs árs. Hugheilar kveðjur. Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna. ... lesa meira






Stór dagur á Grund

Í morgun hófust bólusetningar hér á Grund og það verður ekki staðar numið fyrr en allir heimilismenn hafa fengið bólusetningu. Síðari bólusetning verður svo að u.þ.b. þremur vikum liðnum. Hátíð í bæ hér á heimilinu og auðvitað var flaggað í tilefni dagsins.... lesa meira














Jólabaksturinn kominn á fulla ferð í Mörk

Í síðustu viku var bakað á nokkrum hæðum í Mörk og smákökuilminn lagði um húsið. Á einu heimilinu var boðið upp á líkjör með bakstrinum sem mæltist mjög vel fyrir. Það verður jólalegra með hverjum deginum sem líður á heimilinum og miðað við Covid ástandið í þjóðfélaginu þá berum við okkur bara vel í Mörk. ... lesa meira






Smákökubakstur á Grund

Það lagði góðan bakstursilm um ganga Grundar í dag enda aðventan runnin upp og farið að baka smákökur á ýmsum stöðum í húsinu. Heimilisfólkið nýtur þess að vera með í bakstrinum og rifja upp gamla tíma í leiðinni þegar jafnvel voru bakaðar tíu sortir á aðventunni.... lesa meira


Jólastemning á Kaffi Mörk

Kaffihúsið hefur nú fengið á sig jólalegan blæ, jólalögin óma, kertaljós og hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og heimabökuðu bakkelsi. Að sjálfsögðu virðum við þær relgur sem enn eru í gildi um að aldrei séu fleiri en tíu í einu á kaffihúsinu.... lesa meira


Allir unnu

Dómnefndin í piparkökuhúsasamkeppninni komst að þeirri niðurstöðu að ógerningur væri að velja flottasta húsið svo allir unnu. Enda sjáið þið það lesendur góðir að húsin eru öll stórkostlega skreytt og falleg með afbrigðum. Verðlaunin voru sætindi fyrir alla á Grund.... lesa meira


Aðventuhátíð

Það var hátíðlegt á annarri hæð Markar í gær þegar haldin var aðventuhátíð. Sr. Auður Inga Einarsdóttir flutti hugvekju í kapellu heimilisins og síðan var haldið á aðra hæð þar sem dúkuð borð biðu og glæsilgar veitingar. Boðið var upp á heitt súkkulaði, sérrí og tertur. Margir klæddust rauðu í tilefni dagsins.... lesa meira


Jólahúsin á Grund

Þessa dagana keppast heimilismenn og starfsfólk við að skreyta piparkökuhús og metnaðurinn er mikill enda verðlaun í boði fyrir þá deild sem á fallegasta húsið. Hér eru nokkur sýnishorn af jólahúsunum á Grund þessa dagana.... lesa meira




Gaf heimilinu sínu kaffistell

Sigrún Jóhannsdóttir heimiliskona í Miðbæ í Mörk gaf heimilinu sínu fallegt kaffistsell nýlega. Það er gamalt Kron stell sem hún erfði frá móður tengdamóður sinnar. Í talefni dagsins bakaði Arndís smákökur og hitaði súkkulaði sem þarf vart að taka fram að bragðaðist sérstaklega vel úr þessu fallega stelli. Allt verður betra þegar postulínið er svona fallegt ... lesa meira



Falleg vinátta í Bæjarási

Það er ekki bara heimilisfólkið í Bæjarási sem nýtur þess á laugardagskvöldum að hlusta á Helga Björns því kötturinn Kalli hefur ekki síður gaman af því. Hér lætur hann fara vel um sig, nýtur þess að fá strokurnar frá heimiliskonunni Fríðu og hlustar á hvert lagið á fætur öðru malandi út í eitt.... lesa meira