Fréttir

Bjartara framundan

Fréttar undanfarna daga vekja bjartsýni í brjósti. Svo virðist sem að bóluefni við Covid – 19 sé innan seilingar. Þegar það verður endanlega staðfest og hafist verður handa við bólusetningu þeirra sem eru í áhættuhópum, má segja að lokaorustan við þessi leiðindaveiru sé loks hafin. Og allar lýkur á því að okkur takist að sigra hana. ... lesa meira


Skammist ykkar

Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Af góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila verður styrktur. NEI, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa- og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir. ... lesa meira


Ekki hægt að koma og skoða íbúðir á næstunni

Við vekjum athygli á því að ekki verður tekið á móti gestum á næstunni sem vilja skoða íbúðir hjá okkur í Mörkinni. Allar upplýsingar um íbúðirnar, verð og biðlista er hægt að fá með því að senda tölvupóst á morkin@morkin.is eða í síma 560-1901. Með bestu kveðju Alda Pálsdóttir Framkvæmdastjóri Íbúða 60+ ... lesa meira


Yndisleg kvöldstund

Við erum svo heppin að í Mörkinni býr skemmtilegt fólk með gott hjarta. Fólk sem er ávallt tilbúið að taka þátt og leggja sitt af mörkum við að skapa skemmtilega stemningu. Litla samfélagið okkar í Mörkinni samanstendur af fyrirmyndarfólki sem nýtur þess að vera í samskiptum hvert við annað í fallegu umhverfi. ​Stefanía og Þór, sem eru íbúar í vesturhúsum í Mörkinni, voru í fögnuði þar sem Tríó Steingerðar var að spila. Algjörlega heilluð af flutningnum gerði Stefanía gerði sér lítið fyrir og spurði Steingerði hvort Tríóið væri ekki tilbúið til að koma og spila fyrir íbúana í Mörkinni. Lánið var með okkur því Steingerður, Axel og Jón Hörður voru öll tilbúin til þess og komu til okkar í gærkvöldi. Þetta var algjörlega dásamlegt kvöld í alla staði, undirfagrir jazztónar og söngur fylltu salinn við frábærar viðtökur. Við erum himinsæl með Tríó Steingerðar og hlökkum til að fá þau aftur í heimsókn til okkar í vetur. Með þakklæti og sól í hjarta, Alda... lesa meira


Með vel reimaða takkaskó í seinni hálfleik

Mér finnst einhvern veginn eins og fyrri hálfleik sé lokið í baráttunni við COVID 19 veiruna. Og heilt yfir litið tókst okkur vel til og við erum yfir í leiknum. Vissulega urðum við Hvergerðingar fyrir miklu áfalli vegna fráfalls góðra hjóna hér í bæ og margir urðu mikið veikir. En að teknu tilliti til þess hversu fáir létu lífið á Íslandi miðað við víða annars staðar út í heimi, þá getum við mjög vel við unað.... lesa meira

Kæru vinir

Frá og með miðnætti, mánudaginn 23. mars, verða viðburðir þar sem fólk kemur saman takmarkaðir við 20 manns. Ásamt þessu verður líkamræktarstöðvum, sundlaugum, hár- og snyrtistofum lokað. Við í Mörkinni förum að sjálfsögðu eftir tilmælum almannavarna.... lesa meira


Við getum þetta saman

Undanfarnar vikur hafa verið skrýtnar. Samkomubann, það fyrsta í rúmlega öld, hrun í ferðaþjónustu, lokun landamæra víðs vegar um heiminn svo fátt eitt sé nefnt. Við á Grundarheimilunum höfum verið að undirbúa okkur við að fá smit inn á heimilin þrjú. Bæði varðandi heimilismenn og starfsmenn. Við höfum skipt upp vöktum í eldhúsum og þvottahúsi meðal annars, en slík skipting er erfiðari í almennri umönnun. Mikil skipulagsvinna hefur farið fram og undirbúningur eins langt og hann nær í því óvissuástandi sem ríkir í samfélaginu.... lesa meiraKæru vinir

Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur verið sett á samkomubann á landsmenn næstu fjórar vikurnar. Samkomubann þetta miðast við hundrað manns. Það sem mestu máli skiptir er að halda ró sinni, huga vel að hreinlæti s.s. handþvotti með sápu og njóta þess að vera heima. Við tökum á þessu verkefni af æðruleysi og treystum að þið hugið að hagsmunum ykkar og takið skynsamlegar ákvarðanir í umgengni við aðra.... lesa meira


Covid 19

Kæru íbúar Það hefur verið tekin ákvörðun um að takmarka umgengni almennings að Mörk hjúkrunarheimili um óákveðinn tíma vegna Covid 19 veirufaraldurs til að tryggja sem best öryggi heimilisfólks og íbúa. Þetta þýðir að almenningur hefur ekki aðgang að þjónustu okkar s.s. í matsal og kaffihúsi. Við látum vita þegar við opnum aftur fyrir almenning. Kær kveðja frá okkur í Mörkinni... lesa meira


Hafliði Hjartarson með ljósmyndasýningu í tengigangi

Hafliði Hjartarson hefur opnað ljósmyndasýningu í tengigangi Markarinnar en hann er íbúi á Suðurlandsbraut 62 og situr í íbúaráði Grundar - Markarinnar. Ljósmyndasýningin er yfirlitssýning og spannar um 60 ára tímabil. Hafliði byrjaði að taka ljósmyndir þegar hann var tólf ára og á orðið mikið safn ljósmynda. Hann segist einnig hafa fiktað við kvikmyndir og á árunum 1955-1980 tók hann upp töluvert af slíku efni. Hann segist vera mjög ánægður með viðtökurnar, sem hann hefur fengið við sýningunni og finnst gaman hvað margar skoðanir hafa komið í hans eyru, um það hver sé besta myndin að mati sýningargesta. Áhugasömum skal bent á að hægt er að skoða sýninguna alla daga frá klukkan 9 - 18.... lesa meira


Rapp og vöfflur á miðvikudegi

Það er ekki amalegt að búa í Mörkinni og heimsækja Mýrina á miðvikudögum. Nýbakaðar vöfflur með kaffinu og félagsskapurinn frábær. Síðasta miðvikudag komu snillingar frá Nútímanum í heimsókn og könnuðu hug íbúa til rapp tónlistar. Íbúar kunnu vel að meta uppátækið og tónlistina.... lesa meira


Uppskeran úr garðinum dásömuð

Á sumrin er dagskráin í Mýrinni frjálsleg og fólk bara kemur þar við ef það hefur tíma. Oft koma þó margir á miðvikudögum því þá er iðulega eitthvað gott með kaffinu. Það er alltaf eitthvað að spjalla um, sumir sýsla við föndur, prjónaskap, eða púsl og það sem er skemmtilegast við selskapinn í Mýrinni er að aldrei hafa orðið nein leiðindi í hópnum. Ýmsar uppákomur eru líka og síðasta miðvikudag kom Sigurður St. Helgason með afrakstur sumarsins af berjum úr garðinum og hófust miklar tilraunir með drykki úr þeim. Það var alveg greinilegt að smekkur manna er misjafn þegar kemur að drykkjum.... lesa meira


Sumarferðin í Árnessýslu

Sumarferð íbúa að Suðurlandsbraut 58 - 62 var að vanda, farin í byrjun ágúst og ekið um Árnessýsluna. Þetta var mikil kirkjuferð segir Hafliði Hjartarson þegar hann er spurður út í ferðina, enda var aðallega, en þó ekki alltaf, verið á söguslóðum Skálholts, eftir Kamban Það verk var lesið síðasta vetur í bókmenntahópi Markarinnar. Ferðin var hin ánægjulegasta og veðrið gat ekki orðið betra. Var fyrst haldið til Hveragerðis og Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Grundar - Markarinnar, sýndi hópnum háþróað þvottahús, sem Grund á og þvær þar þvott fyrir öll heimilin þrjú og einnig önnur fyrirtæki. Síðan haldið í kirkjuna á Sólheimum í Grímsnesi og svo í Skálholt, þar sem séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, tók á móti okkur og fræddi um staðinn. Eftir þetta var haldið í tómatsúpu að Friðheimum og síðan ekið að Bræðratungukirkju. Eftir stans þar var haldið að Hruna og farið í ný standsetta kirkjuna, en hún varð 150 ára fyrir tveimur árum og þá öll gerð upp. Nú var ekið niður sveitir og áleiðis upp í Þjórsárdal. Þar er kirkja að Stóra Núpi, sem er verið að standsetja og laga, Ekið var þar framhjá og í uppsveitirnar. Kaffi var drukkið að Efsta Dal ll, sem er í Bláskógarbyggð. Að lokum var ekið til Þingvalla og Mosfellsheiðin tekin í bæinn. Allt gekk eins og í sögu, Ólafur Pálmason hélt uppi fræðslu og gamanmáli alla ferðina eins og honum einum er lagið að gera , Atli Björnsson sá um peningamálin og Hafliði Hjartarson hélt utan um ferðina... lesa meira