Frétt

Rapp og vöfflur á miðvikudegi

Það er ekki amalegt að búa í Mörkinni og heimsækja Mýrina á miðvikudögum. Nýbakaðar vöfflur með kaffinu og félagsskapurinn frábær. Síðasta miðvikudag komu snillingar frá Nútímanum í heimsókn og könnuðu hug íbúa til rapp tónlistar. Íbúar kunnu vel að meta uppátækið og tónlistina.