Frétt

Sumarferðin í Árnessýslu

Sumarferð íbúa að Suðurlandsbraut 58 - 62  var að vanda, farin í byrjun ágúst og ekið um Árnessýsluna.  Þetta var mikil kirkjuferð segir Hafliði Hjartarson þegar hann er spurður út í ferðina, enda var aðallega, en þó ekki alltaf,  verið á söguslóðum Skálholts, eftir Kamban Það  verk var lesið síðasta vetur í bókmenntahópi Markarinnar. Ferðin var hin ánægjulegasta og veðrið gat ekki orðið betra.  Var fyrst haldið til Hveragerðis og Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Grundar - Markarinnar, sýndi hópnum háþróað þvottahús, sem Grund á og þvær þar þvott fyrir öll heimilin þrjú og einnig önnur fyrirtæki.  Síðan haldið í kirkjuna á Sólheimum í Grímsnesi og svo í Skálholt, þar sem séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, tók á móti okkur og fræddi um staðinn.  Eftir þetta var haldið í tómatsúpu að Friðheimum og síðan ekið að Bræðratungukirkju.  Eftir stans þar var haldið að Hruna og farið í ný standsetta kirkjuna, en hún varð 150 ára fyrir tveimur árum og þá öll gerð upp.  Nú var ekið niður sveitir og áleiðis upp í Þjórsárdal.  Þar er kirkja að Stóra Núpi, sem er verið að standsetja og laga,  Ekið var þar framhjá og í uppsveitirnar. Kaffi var drukkið að Efsta Dal ll,  sem er í Bláskógarbyggð.  Að lokum var ekið til Þingvalla og Mosfellsheiðin tekin í bæinn.  Allt gekk eins og í sögu, Ólafur Pálmason hélt uppi fræðslu og gamanmáli alla ferðina eins og honum einum er lagið að gera , Atli Björnsson sá um peningamálin og Hafliði Hjartarson hélt utan um ferðina