Frétt

Uppskeran úr garðinum dásömuð

Á sumrin er dagskráin í Mýrinni frjálsleg og fólk bara kemur þar við ef það hefur tíma. Oft koma þó margir á miðvikudögum því þá er iðulega eitthvað gott með kaffinu. Það er alltaf eitthvað að spjalla um, sumir sýsla við föndur, prjónaskap, eða púsl og það sem er skemmtilegast við selskapinn í Mýrinni er að aldrei hafa orðið nein leiðindi í hópnum. Ýmsar uppákomur eru líka og síðasta miðvikudag kom Sigurður St. Helgason með afrakstur sumarsins af berjum úr garðinum og hófust miklar tilraunir með drykki úr þeim. Það var alveg greinilegt að smekkur manna er misjafn þegar kemur að drykkjum.