Frétt

Vöfflubakstur og gamlar ljósmyndir

Það er alltaf líf og fjör í Mýrinni, tómstundarými þeirra sem búa að Suðurlandsbraut 58 til 62. Hafliði Hjartarson hefur undanfarið sýnt gamlar ljósmyndir við mikinn fögnuð og vikulega eru bakaðar vöfflur með kaffinu. En aðallega felst nú skemmtunin í því að hitta fólk, spjalla og eiga notalega stund saman. Stundum eru einhverjir sem koma með handavinnu með sér eða grípa í púsl. Það sem er samt  best við þetta allt er að í Mýrinni er andrúmsloftið létt og kátt og allir velkomnir.

Myndir með frétt