Frétt

Málverkasýning

Nú stendur yfir sýning á málverkum, sem máluð eru á flísar, í sýningarsal Grundar - Markarinnar við Suðurlandsbraut 64.  Það er Hafsteinn Steinsson sem sýnir en myndirnar eru flestar af íslenskum fuglum. Myndirnar hefur hann unnið heima á síðustu fjórum árum en áður fyrr naut hann leiðsagnar hjá Sheena Gunnarsson í Þjónustumiðstöð vesturbæjar. Sýningin stendur til 31. mars næstkomandi og er opin alla daga.  

Myndir með frétt