Frétt

Spilað á þremur borðum

Í vikunni var glatt á hjalla þegar myndasmiðurinn rak inn nefið. Það er ekki nóg með að fólki finnist gaman að spila heldur fljúga brandararnir og hlátrasköllin heyrast stundum fram á gang. Já það er gaman að taka þátt í spilamennskunni með öðrum íbúum við Suðurlandsbraut 58 til 62. Og það þarf varla að taka það fram að allir áhugasamir íbúar eru hjartanlega velkomnir.