Frétt

Fáar íbúðir eftir

Sala á nýju þjón­ustu­íbúðunum hjá Mörk­inni ehf., sem eru í eigu dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ils­ins Grund­ar, hef­ur farið mjög vel af stað. Af þeim 74 íbúðum sem fóru í sölu við Suður­lands­braut 68 til 70 eru fáar íbúðir eftir.

Upp­haf­lega opnaði Grund 78 þjón­ustu­íbúðir að Suður­lands­braut 58 til 62 og nú hef­ur verið bætt við 74 íbúðum að Suður­lands­braut 68 til 70.

Gísli Páll Páls­son, fram­kvæmda­stjóri íbúða eldri borg­ara hjá Mörk, seg­ir, að um leið og fyrstu íbúðirn­ar voru til­bún­ar hafi verið ákveðið að fara af stað með fleiri íbúðir enda á þriðja hundarað manns komn­ir á biðlista.