Frétt

Allar íbúðir seldar

Undanfarnar vikur hafa íbúar við Suðurlandsbraut 68 til 70 verið að koma sér fyrir í nýjum íbúðum og í dag eru allar íbúðir seldar.  Eldri þjónustuíbúðirnar við Suðurlandsbraut 58-62 eru 78 talsins og þær nýju sem eru við Suðurlandsbraut 68- 70 eru  74.  Alls eru því 156 þjónustuíbúðir í Mörkinni. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar hjá Öldu Pálsdóttur verkefnisstjóra í síma 5601719 eða sent henni tölvupóst á netfangið alda@grund.is. Alda er við á skrifstofu sinni við Suðurlandsbraut 64 alla virka daga nema þriðjudaga frá klukkan 10-15.  Íbúðirnar í Mörkinni eru frá 74 fermetrum og upp í 140 ferrmetrar að stærð og hafi fólk hug á að setja sig á biðlista eftir íbúðum er best að hafa samband við Öldu.