Frétt

Um 300 á biðlista eftir íbúð í Mörkinni

Það var fullur salur þegar nýju þjónustuíbúðir Grundar - Markarinnar við Suðurlandsbraut 68 - 70 voru vígðar við hátíðlega athöfn í síðustu viku. Með þessum nýju íbúðum eru þjónustuíbúðirnar í Mörkinni orðnar  152 talsins. Allar nýju íbúðirnar eru seldar og eru tæplega 300 manns sem eru á biðlista. Auk íbúðanna var nýr veitingasalur vígður sem og þjónusturými fyrir íbúa. Júlíus Rafnsson, stjórnarformaður GM , flutti við þessi tímamót ávarp.  Gísli Páll Pálsson forstjóri í Mörk og framkvæmdastjóri GM flutti einnig ávarp sem og Jóhann J. Ólafsson stjórnarformaður Grundar og Þorvaldur Gissurarson hjá ÞG verktökum en þeir sáu um byggingu íbúðanna. Það voru svo Guðrún B. Gísladóttir, forstjóri Grundar og Dagur B Eggertsson borgarstjóri sem klipptu á borða af þessu tilefni.  Að lokum flutti Magnús Þór Sigmundsson nokkur lög. 

Myndir með frétt