Frétt

Uppskeruhátíð í Mýrinni

Íbúar þjónustuíbúða Grundar Markarinnar héldu nýlega uppskeruhátíð í Mýrinni, tómstundarýminu á Suðurlandsbraut 64 og að sögn Hafliða Hjartarsonar íbúa var ákveðið að halda hefðinni þó uppskeran hefði verið heldur rýr þetta árið. Góðar veitingar voru á borð bornar, veigarnar ekki af verri endanum og félagsskapurinn skemmtilegur eins og alltaf. Hafliði segir að nú sé nýtt starfsár að hefjast sem sé spennandi því nýlega bættust við fjölmargir íbúar sem fluttu inn í nýju íbúðirnar við Suðurlandsbraut 60 og 70. Mun Mýrin standa þeim opin líka  og  ennfremur mun nýja tómstundarýmið  standa íbúum við Suðurlandsbraut 58 til 62 opið.  Án efa verður tómstundastarfið fjölbreytt og skemmtilegt og alltaf gaman að kynnast nýju fólki. 

Myndir með frétt