Frétt

Egils saga lesin í Mýrinni

Í leshópnum BÓKAVINIR í Mörk verður á vorönn lesin Egils saga Skalla Grímssonar undir stjórn Tryggva Gíslasonar. Lesið verður á miðvikudögum frá klukkan 13:15 til 14:00 í samkomusalnum í Mýrinni.  Farið verður yfir Egils sögu frá upphafi til enda, en sagan þó ekki lesin frá orði til orðs, heldur þeir kaflar sem taldir eru skipta mestu máli. Hinir hlutar sögunnar verða endursagðir. Áhersla er lögð á þáttöku allra og umræður um söguna og einkenni hennar, persónulýsingar, lýsingar á störfum fólks, göldrum og lögð áhersla á kvenlýsingar í sögunni og gerð grein fyrir mætti skáldskapar bóndans og víkingsins Egils Skalla Grímssonar. Allir velkomnir.