Frétt

Kaffi Mörk

Síðastliðinn miðvikudag var kaffihúsið Mörk opnað í nýrri byggingu milli hjúkrunarheimilisins  og nýju íbúðabygginganna við Suðurlandsbraut 68 til 70. Fjölmenni var við opnunina. Gísli Páll Pálsson forstjóri í Mörk flutti ávarp, Sigrún Magnúsdóttir, sem stýrir kaffihúsinu, bauð í samstarfi við eldhús Markar  upp á ljúffengar veitingar og Svavar Knútur söng nokkur lög. Kaffihúsið er opið alla virka daga nema mánudaga frá klukkan 12:00 til 17:00 og um helgar frá 13:00 til 16:00. Lokað  á mánudögum.

Myndir með frétt