Frétt

Léttar veitingar og notalegt andrúmsloft

Nú er kaffihúsið okkar Kaffi Mörk búið að vera opið bráðum í mánuð og dásamlegt að sjá hvað margir koma og setjast þar niður og fá sér kaffisopa eða léttan hádegisverð. Þar er opið alla daga nema mánudaga, á virkum dögum frá 12:00 til 17:00 og um helgar frá 13:00 til 17:00. Í hádeginu er alltaf boðið upp á grænmetissúpu eða grænmetisrétti og salatbar og svo er hægt að kaupa sér kaffibolla og eitthvað sætt eða gæða sér á vestfirskum hveitikökum með eggi eða reyktum silungi. Fáir vita það kannski en ef íbúar vilja koma með stóran hóp á kaffihúsið er hægt að ræða við vertinn, Sigrúnu Magnúsdóttur, um veitingar og jafnvel fá lengdan opnunartíma ef um það er að ræða.Í góðu veðri í sumar verður svo hægt að setjast út og njóta veitinga á skjólgóðri veröndinni.

Myndir með frétt