Frétt

Las úr bók sinni á Kaffi Mörk

Guðmundur G. Þórarinsson kom nýverið í heimsókn á kaffihúsið Kaffi Mörk í Mörkinni og las uppúr bók sinni Árdagar Íslendinga. Sigrún Magnúsdóttir, vertinn á kaffihúsinu, ákvað að bjóða af þessu tilefni upp á rjómapönnukökur með kaffinu en margir koma líka sérstaklega til hennar afþví þeir vita að þeir ganga að íslensku hveitikökunum vísum með reyktum silungi eða eggi.

Myndir með frétt