Frétt

Hagaskólagengið í Mörkinni

Halli Finns til vinstri við Gísla Pál og Einsi Magg til hægri, báðir kennarar og yfirkennarar Gísla Páls við Hagaskóla þegar forstjórinn var þar unglingur á árunum 1979 – 1981. Fyrirsögn Moggans átti alls ekki við þá segir Gísli Páll enda ekkert nema skemmtilegt að vera unglingur í skóla á þeim tíma, eins og í dag. "Öðlingar þeir tveir og mjög minnisstæðir eins og fleiri frá þeim tíma, til dæmis Jóna Hansen dönskukennari og Bjössi slaufa skólastjóri, sem gekk ávallt með þverslaufu í skólanum. Halli býr í íbúðunum við Suðurlandsbraut 68 og Einsi var að heimsækja Steinunni.“