Frétt

Fiskidagurinn litli

Í gær var Fiskidagurinn litli haldinn með pompi og prakt í Mörk. Það var troðfullur matsalurinn á fyrstu hæð og fjölmargir íbúar sem lögðu leið sína í veisluhöldin. Með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík er Fiskidagurinn litli haldinn í Mörk fyrsta fimmtudag eftir Fiskidaginn mikla ár hvert og nú í fimmta sinn. Fiskidagurinn mikli sendir Fiskidagsblöðrur, merki, Fiskidagsblaðið og DVD disk með tónleikum hvers árs. Fiskborgarar, hráefni í súpu og fleira er ætíð í boði Samherja og Friðrik V yfirkokkur hátíðahaldanna á Dalvík ber ábygð á því sem borið er fram. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla flutti tölu og Friðrik Ómar söng nokkur lög. Með hverju ári sem líður mæta fleiri á þessa skemmtilegu hátíð. Við þökkum vinum okkar fyrir norðan kærlega fyrir stórkostalega veislu.

Myndir með frétt