Frétt

Sumarferðin

Í ágúst fóru íbúar í Mörkinni í árlega sumarferð. Að þessu sinni var verið að tengja saman Egils sögu Skalla Grímssonar og ljóð Snorra Hjartarsonar við það sem fyrir augu bar. Farið var fyrir Hvalfjörð um Melahverfi og um Hafnarskóg í Borgarnes. Á leiðinni um Hafnarskóg gafst sýn yfir landnám Skalla Gríms út á Álftanes og inn í Andakíl. Í Borgarnesi var farið í Skallagrímsgarð og í Brákarey og síðan ekið að Borg á Mýrum og gengið í kirkju. Hádegisverður var snæddur á hótel Hamri. Að honum loknum var farið að Reykholti í Snorrastofu og að Snorralaug og drukkið kaffi á kaffihúsinu Heimskringlu. Að lokum var ekið að Hvanneyri þar sem Snorri Hjartarson fæddist og var uppalinn og komið að Skeljabrekku þar sem hann bjó um hríð. Það voru sælir íbúar sem komu aftur í Mörkina um kvöldmatarleytið enda dagurinn frábær í alla staði. Hafliði Hjartarson er ljósmyndarinn.

Myndir með frétt