Frétt

Lagt á ráðin varðandi forræktun og sáningu

Margir íbúar í Mörkinni hafa átt og sinnt sínum görðum um árin og hafa ómælda ánægju af ræktun. Þar að auki hafa þeir aflað sér kunnáttu við ræktun garðblóma og nytjajurta. Hér í Mörkinni hafa íbúar Íbúðanna 60+  möguleika á að koma að ræktun og garðyrkju án þess að um mikla vinnu sé að ræða eða skuldbindingu.  Einn íbúa, Haraldur Finnsson, hefur tekið að sér að vera talsmaður ræktunarhópsins. Þann 3. febrúar næstkomandi fundar hópurinn í Mýrinni klukkan 14:00  og leggur á ráðin varðandi sáningu og forræktun. Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir