Frétt

Sendum mat heim til fólks

Það er á ábyrgð Markar hjúkrunarheimilis að tryggja það að farið sé að reglum varðandi lengd milli fólks eins og frekast er unnt, í samræmi við tilskipun heilbrigðisráðherra/ sóttvarnarlæknis.

Að sama skapi hefur verið tekin sú ákvörðun að loka Kaffi Mörk frá sama tíma. Íbúar geta enn nýtt félagsrými í Mýri og Móa á eigin ábyrgð.

Því miður er þetta sú leið sem við teljum besta í þeim tilgangi að draga úr smithættu á þessum furðulegu tímum og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem að þetta kann að valda.

Ég hvet íbúa eindregið til að halda áfram að njóta félagskapar hvers annars og nýta það að sækja mat til taka með sér.

Gísli Páll Pálsson

Forstjóri Grundar Markarinnar ehf og Íbúða eldri borgara í Mörk ehf