Frétt

Kæru vinir

Auðvitað veljum við sjálf hvernig við tökum breytingum en svo mikið er víst að það sem við veitum athygli vex og dafnar hvort sem það eru fegurstu blóm eða illgresi – við skulum því öll velja blómin 😊
Við minnum ykkur á að þið getið pantað mat frá eldhúsinu og ýmsar vörur frá Boggubúð (vörulistann fenguð þið í pósthólfið um daginn) í síma 560-1702 / 560-1708.

Veðurspáin er okkur hliðholl, við fáum íslenskt veðurfar þessa páskahelgina sem gefur okkur fullt af súrefni í gönguferðum. Göngustígar í kringum Mörkina eru frábærir.

Það hvessir, það rignir,
en það styttir alltaf upp og lygnir.
Söng Ragnar Bjarnason og við tökum svo sannarlega undir það með honum.

Með sól í hjarta og bros á vör hlakka ég til að hitta ykkur eftir páska,

Alda
https://www.youtube.com/watch?v=28RHPHHcF4k