Frétt

Kæru vinir

 Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Nú fögnum við saman sól og sumri staðráðin í því að ganga hægt um gleðinnar dyr og virða 2ja metra regluna.

Matsalur Frá og með næsta mánudegi, 4. maí, mun starfsfólkið í matsalnum bjóða ykkur velkomin aftur í hádegismat. Við höfum gert ráðstafanir varðandi 2ja metra regluna og fækkað stólum í matsalnum sem rúmar nú 40 manns. Matartímanum verður til að byrja með skipt upp í tvö holl, fyrra kl. 11:50 og seinna kl. 12:30. Við munum svo hafa kaffikönnuna á kaffihúsinu og bendum á að það er upplagt að færa sig þangað til að fá sér kaffisopa eftir matinn.

 Boggubúð verður opin frá kl. 11:00 – 16:00 alla virka daga frá mánudeginum 4. maí n.k.

Heilsulindin verður opin frá kl. 8:30 – 10:30 og 16:00 – 18:00 alla virka daga frá 4. maí og kl 10:00 -12:00 á laugardögum. Athugið að fjöldatakmarkanir í laugina miðast við sjö manneskjur.

Kaffi Mörk verður opið frá kl. 12:00-17:00 alla virka daga nema mánudaga og frá kl. 13:00 -17:00 um helgar. Opnar þriðjudaginn 5. maí n.k.

Sumarkveðja, Alda