Frétt

Yndisleg kvöldstund

Við erum svo heppin að í Mörkinni býr skemmtilegt fólk með gott hjarta. Fólk sem er ávallt tilbúið að taka þátt og leggja sitt af mörkum við að skapa skemmtilega stemningu. Litla samfélagið okkar í Mörkinni samanstendur af fyrirmyndarfólki sem nýtur þess að vera í samskiptum hvert við annað í fallegu umhverfi.

Stefanía og Þór, sem eru íbúar í vesturhúsum í Mörkinni, voru í fögnuði þar sem Tríó Steingerðar var að spila. Algjörlega heilluð af flutningnum gerði Stefanía gerði sér lítið fyrir og spurði Steingerði hvort Tríóið væri ekki tilbúið til að koma og spila fyrir íbúana í Mörkinni. Lánið var með okkur því Steingerður, Axel og Jón Hörður voru öll tilbúin til þess og komu til okkar í gærkvöldi. Þetta var algjörlega dásamlegt kvöld í alla staði, undirfagrir jazztónar og söngur fylltu salinn við frábærar viðtökur. Við erum himinsæl með Tríó Steingerðar og hlökkum  til að fá þau aftur í heimsókn til okkar í vetur.

Með þakklæti og sól í hjarta, Alda


Myndir með frétt