Boggubúð

Boggubúð

Í anddyri á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins er verslunin Boggubúð sem er eiginlega kaupfélag upp á gamla mátann. Þar er hægt að kaupa nauðsynjavörur eins og tannkrem, raksápu, sjampó og hárlagningarvökva en einnig gjafavörur og ýmislegt annað sem gleður augu, munn og jafnvel eyru. Þá er seldur dömufatnaður í búðinni sem og náttföt og nærfatnaður á dömur og herra.
 
 
Opnunartímar:
Alla virka daga frá klukkan 11:00 til 16:00.
Lokað um helgar.