Félagsaðstaða

Félagsaðstaða

Félagsaðstaðan Mýrin er við enda tengigangs við Suðurlandsbraut 58-62. Til viðbótar við þá félagsaðstöðu er Móinn við Kaffi Mörk, Suðurlandsbraut 68. Þessa sali er hægt að leigja fyrir minni veislur. Móinn tekur um 30 manns í sæti og Mýrin allt að 50 manns. Þar að auki er hægt að leigja matsal hjúkrunarheimilisins fyrir stærri veislur, allt að 100 manns.  Salirnir eru eingöngu leigðir til íbúa.