Gestaíbúð

Gestaíbúð

Fullbúin gestaíbúð er á Suðurlandsbraut 60. Íbúar geta  leigt hana í skamman tíma fyrir aðstandendur sína sem koma t.d. utan af landi eða frá útlöndum. Gistirými er þar fyrir fjóra þ.e. uppábúið hjónarúm og tvö gestarúm ásamt borðbúnaði og öðru því sem þarf til daglegra nota. Nánari upplýsingar og bókanir eru gefnar í síma 5601901 eða með því að senda póst á morkin@morkin.is.