Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfun hefur umsjón með félagsstarfi. Á þeirra vegum eru regluleg harmonikkuböll og bíó-sýningar í húsinu ásamt árlegum viðburðum á borð við Woodstock-hátíð, páskabingó, heimsókn frá Fornbílaklúbbnum, Fiskidaginn litla, Októberfest og réttardag. Í desember er sérstök hátíðardagskrá þar sem kórar og aðrir skemmtikraftar koma í heimsókn til okkar. Íbúar í Mörk eru ávallt velkomnir á alla viðburði hússins sem og aðstandendur.