Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun

Í Mörk eru sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar sem bjóða uppá sjúkraþjálfun fyrir íbúa sem hafa tilvísun frá lækni. Einnig stendur íbúum til boða að taka þátt í hópleikfimi undir stjórn sjúkraþjálfara þar sem framkvæmdar eru léttar liðkandi æfingar í sólstofu, styrkjandi æfingar, slökunaræfingar og teygjur í líkamsræktarsal við sundlaug.