Hvað er að frétta

Fréttir og tilkynningar

08.04.2025  |  Grund

Nemendur Kvennaskólans mættu á Grund

Á ári hverju mæta nemendur úr Kvennaskólanum hingað á Grund þegar það er peysufatadagur hjá þeim. Þvílík gleði þegar allur hópurinn kemur í portið á Grund og dansar og syngur. Takk kæru nemendur fyrir skemmtunina og takk kæru forráðamenn Kvennaskólans fyrir að muna eftir fólkinu okkar ár eftir ár
07.04.2025  |  Grund

Kókó og Kíkí komin með tvo unga

Eins og margir vita búa Kókó og Kíki á Grund. Parið fékk nýtt og stærra búr á dögunum og skömmu síðar voru komin egg í litla kassann sem er áfastur búrinu. Nú hafa tveir ungar litið dagsins ljós og mikil lukka meðal heimlisfólks að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu. Það er dekrað við þau með sérfæði og þeir sem kíkja í heimsókn passa að það séu engin læti. Reyndar er Kókó kominn í frí langþráð frí frá Kíkí sem hafði gert honum lífið leitt um skeið. En þau eru í sama herberginu, þurftu bara hvíld frá hvort öðru um sinn. Það gerist á bestu bæjum.
01.04.2025  |  Ás

Eldgos og heitir bakstrar

Heimilisfólkið í sjúkraþjálfun Áss fylgdist vel með á skjá þegar gosið hófst á Reykjanesskaga í morgun. Allir engu að síður önnum kafnir við að gera æfingar á þessum þriðjudagsmorgni. 😍 Í lokin er svo boðið upp á heita bakstra fyrir stífar axlir. Já það er ekki amalegt að búa í Ási
25.03.2025  |  Heimilispósturinn

Heimilispósturinn - desember 2024

25.03.2025  |  Ás

Góð byrjun á degi

Hnoðri, sem býr í Bæjarási, veit að það er hlýtt og notalegt að kúra á teppinu hjá henni Sóleyju og líklega elskar hún líka að hafa kisu hjá sér. Ljúft að byrja daginn svona
25.03.2025  |  Grund

Kisa unir sér vel á Grund

Það þarf ekki mikið til að laða fram bros á varir heimilisfólks á Litlu og Minni Grund. Tófú er heimilisvinur og honum finnst ekki leiðinlegt að leika sér með afgangsgarn. Hann lifir líka eins og blóm í eggi þegar hann kemur á Grund, fær næga athygli og strokur ef hann vill og jafnvel eitthvað að lepja.
Grundarheimilin

Kynningarmyndband