07.04.2025 | Grund
Eins og margir vita búa Kókó og Kíki á Grund. Parið fékk nýtt og stærra búr á dögunum og skömmu síðar voru komin egg í litla kassann sem er áfastur búrinu. Nú hafa tveir ungar litið dagsins ljós og mikil lukka meðal heimlisfólks að fylgjast með þessari litlu fjölskyldu. Það er dekrað við þau með sérfæði og þeir sem kíkja í heimsókn passa að það séu engin læti.
Reyndar er Kókó kominn í frí langþráð frí frá Kíkí sem hafði gert honum lífið leitt um skeið. En þau eru í sama herberginu, þurftu bara hvíld frá hvort öðru um sinn. Það gerist á bestu bæjum.