Börnin frá Steinahlíð skreyttu með heimilisfólki

Það voru margar litlar hendur sem aðstoðuðu heimilisfólk við að skreyta jólatréð í matsal Markar í morgun. Börn frá leikskólanum Steinahlíð mættu galvösk, völdu úr kössum kúlur og annað jólaskraut og hengdu á jólatréð. Þeir allra huguðustu stóðu uppi á stól til að hengja kúlur nógu ofarlega á tréð. Það skein gleði úr andlitum allra og svo var auðvitað boðið upp á hressingu að vinnu lokinni.