Fréttir

Hjól sem hægt er að fá að láni í Mörk

Við eigum forláta hjól í Mörk sem tilvalið er að nota í þessu veðri.

Portið á Grund iðar af lífi

Þegar veðrið leikur við okkur eins og undanfarna daga iðar bakgarðurinn á Grund af lífi

Göngutúr í blíðunni

Morgungangan síðasta mánudag var farin í bongóblíðu hér í Ási, alltaf gott að bæta smá D vítamíni í kroppinn.

Tilbreyting

Það er svo gaman að fylgjast með samstarfsfólki mínu hvað það er uppátækjasamt. Á facebook síðum heimilanna má sjá að nýlega hefur verið allskonar skemmtilegt uppbrot frá daglegu lífi. Íspinnadreifing, svalasamkeppni, gönguferðir, söngstundir útivið, spariboð og ég veit ekki hvað. Sólin sem hefur verið síðustu daga hjálpar heldur betur til við að lyfta andanum. Það er skemmtilegt þegar við leyfum okkur að hugsa aðeins út fyrir boxið og hafa gaman í vinnunni á heimilum okkar heimilismanna. Þegar við njótum okkar við að gera skemmtilega hluti þá gleður það alla í kring. Höldum áfram að vera óhrædd við að fá nýjar hugmyndir og gera „spondant“ hluti, inni og úti við. Það er gaman að gera öðruvísi hluti, við getum öll komið með hugmyndir og sumar verða að veruleika og sumar breytast aðeins í framkvæmd eftir því sem aðstæður leyfa. Aðeins brot af því sem að gerist hjá okkur á hverjum degi kemur í facebook fréttirnar. Ég veit að það er heldur betur margt fleira brallað innan og utanhúss sem veitir tilbreytingu í tilveruna. Ég nota tækifærið og hvet aðstandendur til að vera með okkur í þessu ferðalagi, koma með hugmyndir og vera með í að koma hugmyndum í framkvæmd. Kveðja og góða helgi, Karl Óttar Einarsson forstjóri Grundarheimilanna

Vinátta, hlýja og umhyggja

Það þarf í raun ekki að hafa nein orð um mynd eins og þessa. Hún lýsir vináttu, hlýju og umhyggju. Hlý hönd sem vermir kalda.❤️

Fólkið okkar kann að njóta

Það var "hamingjustund" fyrir lengra komna í Bæjarási í dag. Þar gæddi fólk sér á girnilegum veitingum bæði í fljótandi og föstu formi 🥂 Boðið var upp á dekur í formi andlitsmaska, andlitsnudd og handanudd 🤗… það er óhætt að segja að fólkið okkar kunni að njóta lífsins ❤️

Miðbær hlaut gullverðlaun fyrir sínar svalir

Hér koma úrslit dómnefndar sem gekk um húsið á miðvikudag og valdi þær svalir sem bera af hér í Mörk.

Djass og upplestur í morgunstund

Á miðvikudögum koma ávallt góðir gestir í morgunstund og veita tilbreytingu í líf heimilisfólksins með ýmsum hætti.

Mikið á sig lagt til að heilla dómnefndina

Það var svo sannarlega sumarlegur blær yfir Mörk í gær þegar dómnefndin gekk um húsið og gaf svölum hússins stig...

Söngur og ís í sólinni

Nú þegar sólin er farin að skína þá lifnar allt við á skjólgóða svæðinu okkar fyrir framan Litlu og Minni Grund.